Erindi dagsett 29.1.2014 þar sem eigendur hússins að Einbúablá 18 fara fram á að sveitarfélagið komi að lausn á þeim vanda sem grunnvatn er að valda við hús þeirra. Einnig er óskað eftir fundi með bæjarstjóra eða þeim sem hafa með þetta að gera.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við bæjarstjóra, að boða fund með bréfriturum.
Erindi dagsett 29.1.2014 þar sem eigendur hússins að Einbúablá 18 fara fram á að sveitarfélagið komi að lausn á þeim vanda sem grunnvatn er að valda við hús þeirra. Einnig er óskað eftir fundi með bæjarstjóra eða þeim sem hafa með þetta að gera. Málið var áður á dagskrá 12.2.2014. Fundur hefur verið haldinn með eigendum hússins.
Fyrir liggja upplýsingar um hugmyndir, sem fram hafa komið til úrbóta. Málið var áður á dagskrá 29.04. 2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og telur tillögu um borun fyrir lögn óraunhæfa vegna kostnaðar. Málið að öðru leyti lagt fram til kynningar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við bæjarstjóra, að boða fund með bréfriturum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.