Umsókn um stofnun fasteignar(þjóðlendu)

Málsnúmer 201404110

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 115. fundur - 29.04.2014

Erindi dagsett 11.4.2014 þar sem Páll Þórhallsson og Sigurður Örn Guðleifsson óska eftir f.h. ráðherra stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr.14.gr.laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum, samkvæmt meðfylgjani uppdrætti. Heiti fasteignar verði Brúaröræfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkir eru þrír (HJ,ÞH og ÁK)
tveir sitja hjá (SHR og JG).

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 196. fundur - 07.05.2014

Erindi dagsett 11.4.2014 þar sem Páll Þórhallsson og Sigurður Örn Guðleifsson óska eftir f.h. ráðherra stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr.14.gr.laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Heiti fasteignar verði Brúaröræfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.