Málefni kirkjugarðsins á Eiðum.

Málsnúmer 201307044

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 99. fundur - 24.07.2013

Erindi dags. 10.07.2013 þar sem Þórhallur Pálsson, formaður sóknarnefndar, kynnir stöðu viðaldsmála kirkjunnar og kirkjugarðsins á Eiðum, og óskar efit stuðningi sveitarfélagsins til að hægt verði að sinna þessu viðhaldi. Málefni Eiðakirkju var áður á dagskrá 26.10.2011 málsnúmer 2011-09-081.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir tímaáætlun um framgang verksins ásamt kostnaðaráætlun þannig að hægt sé að gera ráð fyrir fjármagni í þann hluta, sem sveitarfélagið hefur skildur til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 107. fundur - 11.12.2013

Erindi dagsett 26.11.2013 þar sem Þórhallur Pálsson formaður sóknarnefndar Eiðasóknar, sækir um framlag úr sveitarsjóði, sem nemur efniskostnaði nýrrar girðingar, samanlagt kr.3.300.000,-, sem dreifist á næstu þrjú ár. Vísað er til fyrri bréfaskipta sóknarnefndar Eiðasóknar og Fljótsdalshéraðs um ofnagreint erindi, 99. fundur 24.7.2013.
Hjálagt er uppdráttur að framtíðar fyrirkomulagi Eiðakirkjugarðs og nýtingar lóðar kirkjunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta reglulega fundar og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að athuga hvort 1/3 af upphæðinni rúmist innan fjárhagsáætlunar 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 108. fundur - 08.01.2014

Erindi dagsett 26.11.2013 þar sem Þórhallur Pálsson formaður sóknarnefndar Eiðasóknar, sækir um framlag úr sveitarsjóði, sem nemur efniskostnaði nýrrar girðingar, samanlagt kr.3.300.000,-, sem dreifist á næstu þrjú ár. Vísað er til fyrri bréfaskipta sóknarnefndar Eiðasóknar og Fljótsdalshéraðs um ofnagreint erindi, 99. fundur 24.7.2013.
Hjálagt er uppdráttur að framtíðar fyrirkomulagi Eiðakirkjugarðs og nýtingar lóðar kirkjunnar. Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.

Málið er í vinnslu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 109. fundur - 22.01.2014

Erindi dagsett 26.11.2013 þar sem Þórhallur Pálsson formaður sóknarnefndar Eiðasóknar, sækir um framlag úr sveitarsjóði, sem nemur efniskostnaði nýrrar girðingar, samanlagt kr.3.300.000,-, sem dreifist á næstu þrjú ár. Vísað er til fyrri bréfaskipta sóknarnefndar Eiðasóknar og Fljótsdalshéraðs um ofnagreint erindi, 99. fundur 24.7.2013.
Hjálagt er uppdráttur að framtíðar fyrirkomulagi Eiðakirkjugarðs og nýtingar lóðar kirkjunnar. Málið var áður á dagskrá 8.1.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að verða við erindinu og greiða fyrir efni í girðingu skv. Viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands Íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði o.fl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Erindi dagsett 26.11.2013 þar sem Þórhallur Pálsson formaður sóknarnefndar Eiðasóknar, sækir um framlag úr sveitarsjóði, sem nemur efniskostnaði nýrrar girðingar, samanlagt kr.3.300.000,-, sem dreifist á næstu þrjú ár. Vísað er til fyrri bréfaskipta sóknarnefndar Eiðasóknar og Fljótsdalshéraðs um ofangreint erindi, 99. fundur 24.7.2013.
Hjálagt er uppdráttur að framtíðar fyrirkomulagi Eiðakirkjugarðs og nýtingar lóðar kirkjunnar. Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 8.1.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að greiða fyrir efni í girðingu skv. viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands Íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði o.fl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 115. fundur - 29.04.2014

Erindi í tölvupósti dags.16.4.2014 þar sem Þórhallur Pálsson f.h. sóknarnefndar Eiðasóknar, óskar eftir að Sveitarfélagið samþykki girðingu kringum kirkjugarðinn á Eiðum, sem nefndin vill kaupa og er frá breska fyrirgækinu Jacksons Fencing. Málið var áður á dagskrá 22.1.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu sóknarnefndar um val á girðingarefni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 196. fundur - 07.05.2014

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.