Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

108. fundur 08. janúar 2014 kl. 17:00 - 18:56 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu máli við dagskrána, sem er "umsókn um skilti" og verður sá liður númer 9 í dagskránni.

1.Þjónustusamfélgið vinnuhópur - 2

Málsnúmer 1312014Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð vinnuhóps - 2 Þjónustusamfélagið frá 10.12.2013 til umræðu og kynningar.

Málið er í vinnslu.

2.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099Vakta málsnúmer

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dags. 13.12.2013. Staður eftirlits er kjallari áhaldahúss Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 9, vegna starfsleyfis fyrir dýrageymslu.

Lagt fram til kynningar.

3.Snjómokstur og hálkuvarnir, staða mála

Málsnúmer 201211116Vakta málsnúmer

Lögð er fram verkfundargerð snjómokstur og hálkuvarnir frá 11.12.2013. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir fundargerðina.

Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um leyfi fyrir rekstri gistihúss

Málsnúmer 201401005Vakta málsnúmer

Erindi dags. 17.12.2013 þar sem Ívar Ingimarsson kt.200877-5359 f.h. Óseyri ehf. kt.430912-0540 sækir um leyfi til að reka gistiheimili að Tjarnarbraut 7, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs heimilar þessa starfsemi, þá samþykkir Skipulags- og mannvirkjanefnd erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Kaldá deiliskipulag

Málsnúmer 201312056Vakta málsnúmer

Lögð er fram lýsing vegna áforma um deiliskipulag vegna ferðaþjónustu í landi Kaldár 1, Fljótsdalshéraði, samkvæmt 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram samkvæmt 40.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

Málsnúmer 201310077Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18.10.2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að tilkynna skuli öll áform um skógrækt til nefndarinnar ásamt upplýsingum um staðsetningu og umfang. Við mat á því hvort framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld skal stuðst við 2. og 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum og Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs.
Að öðru leiti er vísað í reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Endurbætur á Eiðakirkjugarði.

Málsnúmer 201307044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26.11.2013 þar sem Þórhallur Pálsson formaður sóknarnefndar Eiðasóknar, sækir um framlag úr sveitarsjóði, sem nemur efniskostnaði nýrrar girðingar, samanlagt kr.3.300.000,-, sem dreifist á næstu þrjú ár. Vísað er til fyrri bréfaskipta sóknarnefndar Eiðasóknar og Fljótsdalshéraðs um ofnagreint erindi, 99. fundur 24.7.2013.
Hjálagt er uppdráttur að framtíðar fyrirkomulagi Eiðakirkjugarðs og nýtingar lóðar kirkjunnar. Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.

Málið er í vinnslu.

8.Umsókn um skilti

Málsnúmer 201401037Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti 11.6.2013 þar sem Björgvin Kristjánsson f.h. Fellabaksturs ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp leiðbeiningarskilti eins og lýst er í meðfylgjandi erindi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugsemd við að þessi leiðbeiningaskilti verði sett upp þegar samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Spurningalisti um landnotkun

Málsnúmer 201401013Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 3.1.2014 þar sem Björn H. Bjarkarson f.h. starfshóps, sem hefur það hlutverk að vinna að undirbúningi umfjöllunar um landnotkun í dreifbýli í landsskipulagsstefnu 2015-2026, óskar eftir upplýsingum um landnotkun í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna listann áfram og senda á nefndarmenn til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:56.