Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dags. 13.12.2013. Staður eftirlits er kjallari áhaldahúss Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 9, vegna starfsleyfis fyrir dýrageymslu.
Erindi dags. 17.12.2013 þar sem Ívar Ingimarsson kt.200877-5359 f.h. Óseyri ehf. kt.430912-0540 sækir um leyfi til að reka gistiheimili að Tjarnarbraut 7, Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs heimilar þessa starfsemi, þá samþykkir Skipulags- og mannvirkjanefnd erindi umsækjanda.
Erindi dagsett 18.10.2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að tilkynna skuli öll áform um skógrækt til nefndarinnar ásamt upplýsingum um staðsetningu og umfang. Við mat á því hvort framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld skal stuðst við 2. og 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum og Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs. Að öðru leiti er vísað í reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Erindi dagsett 26.11.2013 þar sem Þórhallur Pálsson formaður sóknarnefndar Eiðasóknar, sækir um framlag úr sveitarsjóði, sem nemur efniskostnaði nýrrar girðingar, samanlagt kr.3.300.000,-, sem dreifist á næstu þrjú ár. Vísað er til fyrri bréfaskipta sóknarnefndar Eiðasóknar og Fljótsdalshéraðs um ofnagreint erindi, 99. fundur 24.7.2013. Hjálagt er uppdráttur að framtíðar fyrirkomulagi Eiðakirkjugarðs og nýtingar lóðar kirkjunnar. Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.
Erindi í tölvupósti 11.6.2013 þar sem Björgvin Kristjánsson f.h. Fellabaksturs ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp leiðbeiningarskilti eins og lýst er í meðfylgjandi erindi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugsemd við að þessi leiðbeiningaskilti verði sett upp þegar samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir.
Erindi í tölvupósti dagsett 3.1.2014 þar sem Björn H. Bjarkarson f.h. starfshóps, sem hefur það hlutverk að vinna að undirbúningi umfjöllunar um landnotkun í dreifbýli í landsskipulagsstefnu 2015-2026, óskar eftir upplýsingum um landnotkun í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna listann áfram og senda á nefndarmenn til umsagnar.