Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

Málsnúmer 201310077

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 23.10.2013

Lagt fram erindi frá Héraðs- og Austurlandsskógum, dagsett 18. október 2013 með ábendingu til sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að hún skuli ákvarða hvort skógrækt innan sveitarfélagsins þurfi framkvæmdaleyfi.

Bæjarstjórn kallar eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar um málið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Lagt fram erindi frá Héraðs- og Austurlandsskógum, dagsett 18. október 2013, með ábendingum til sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að hún skuli ákvarða hvort skógrækt innan sveitarfélagsins þurfi framkvæmdaleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn kallar eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 105. fundur - 13.11.2013

Erindi dagsett 18.10.2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að þær skógræktarframkvæmdir sem ekki falla undir mat á umhverfisáhrifum, verði tilkynntar til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Erindi dagsett 18.10.2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og samþykkir að þær skógræktarframkvæmdir sem ekki falla umfangs vegna sjálfkrafa undir mat á umhverfisáhrifum, skuli tilkynntar til sveitarfélagsins, sem tekur afstöðu til þess hvort þörf er á sérstöku framkvæmdaleyfi vegna þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 63. fundur - 26.11.2013

Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda
Lagt fram erindi frá Héraðs- og Austurlandsskógum, dagsett 18. október 2013 með ábendingu til sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að hún skuli ákvarða hvort skógrækt innan sveitarfélagsins þurfi framkvæmdaleyfi skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Umhverfis- og héraðsnefnd leggur til að öll skógrækt verði framkvæmdarleyfisskyld skv. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdarleyfi.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda
Lagt fram erindi frá Héraðs- og Austurlandsskógum, dagsett 18. október 2013 með ábendingu til sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að hún skuli ákvarða hvort skógrækt innan sveitarfélagsins þurfi framkvæmdaleyfi skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Í bókun Umhverfis- og héraðsnefndar leggur nefndin til að öll skógrækt verði framkvæmdarleyfisskyld skv. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdarleyfi.
Bæjarstjórn vísar erindinu því til skipulags- og mannvirkjanefndar með ósk um að nefndin yfirfari skilning og rökstuðning hennar varðandi land og landstærðir sem tekin eru til skógræktar og hvaða mörk á að setja varðandi framkvæmdaleyfisskyldu, með hliðsjón af 4. og 5. gr. reglugerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 107. fundur - 11.12.2013

Erindi dagsett 18.10.2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið var áður á dagskrá 27.11.2013.

Í bókun Umhverfis- og héraðsnefndar leggur nefndin til að öll skógrækt verði framkvæmdarleyfisskyld skv. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdarleyfi.
Bæjarstjórn vísar erindinu því til skipulags- og mannvirkjanefndar með ósk um að nefndin yfirfari skilning og rökstuðning hennar varðandi land og landstærðir sem tekin eru til skógræktar og hvaða mörk á að setja varðandi framkvæmdaleyfisskyldu, með hliðsjón af 4. og 5. gr. reglugerðarinnar.

Málið er í vinnslu.


Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 108. fundur - 08.01.2014

Erindi dagsett 18.10.2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að tilkynna skuli öll áform um skógrækt til nefndarinnar ásamt upplýsingum um staðsetningu og umfang. Við mat á því hvort framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld skal stuðst við 2. og 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum og Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs.
Að öðru leiti er vísað í reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 189. fundur - 15.01.2014

Erindi dagsett 18.10. 2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilkynna skuli öll áform um skógrækt til nefndarinnar, ásamt upplýsingum um staðsetningu og umfang. Við mat á því hvort framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld skal stuðst við 2. og 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum og Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs.
Að öðru leyti er vísað í reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.