Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

63. fundur 26. nóvember 2013 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Baldur Grétarsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við tveim málum inn á fundinn. Þau eru:
201310137 - Hafrafell, beiðni um umsögn og samþykki vegna landskipta.
201310136 - Umsók um stofnun fasteignar í fasteignaskrá
Verða þau nr. 9 og 10 í dagskránni.

Samþykkt með handauppréttingu

1.Refaveiði

Málsnúmer 201311131

Refaveiði
Erindi dagsett 05.08.2013 frá Jóhanni Ö. Ragnarsyni um grenjavinnslu á svæðinu Gilsá-Þverá á Jökuldal auk Rangalóns og Sænautasels. Jóhann gerir grein fyrir unnum rauntímum og akstri miðað við eldri samning.

Umhverfis- og héraðsnefnd telur að rétt sé að farið verði í heildarendurskoðun á samningum allra refaveiðimanna. Mun sú vinna hefjast í janúar 2014.

Samþykkt með handauppréttingu

Baldur mætti á fundinn kl. 17:30

2.Gjaldskrár 2014

Málsnúmer 201311075

Fyrir liggja drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlögð drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði. Breytingarnar eru 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpförgunargjaldi á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhús utan þéttbýlis. 3,2% vísitöluhækkun á gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar og hækkun á gjaldi fyrir auka gráa tunnu í kr. 7.072.- sem er raunkostnaður við tunnuna.

Samþykkt með handauppréttingu

3.Sorphirðudagatöl 2014

Málsnúmer 201311121

Sorphirðudagatöl 2014
Verkefnastjóri umhverfismála kynnti sorphirðudagatal fyrir árið 2014.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir tillögu 2 í sorphirðudagatali í þéttbýli og sorphirðudagatal í dreifbýli.

Samþykkt með handauppréttingu

Freyr vék af fundi kl. 18:30

4.Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

Málsnúmer 201310077

Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda
Lagt fram erindi frá Héraðs- og Austurlandsskógum, dagsett 18. október 2013 með ábendingu til sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að hún skuli ákvarða hvort skógrækt innan sveitarfélagsins þurfi framkvæmdaleyfi skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Umhverfis- og héraðsnefnd leggur til að öll skógrækt verði framkvæmdarleyfisskyld skv. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdarleyfi.

Samþykkt með handauppréttingu

5.Vegagerðin - Ýmis mál

Málsnúmer 201306092

Vegagerðin - Ýmis mál
Svarbréf frá Vegagerðinni dagsett 25.10.2013 um þjónustu vegar frá Brennistöðum að Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Málið áður á dagskrá 24. 09.2013

Lagt fram til kynningar

6.Aðalfundur SSA 2013 - ályktanir

Málsnúmer 201308064

Aðalfundur SSA 2013 - ályktanir
Lagðar fram ályktanir frá aðalfundi SSA

Málinu frestað til næsta fundar

7.Fundargerð 64.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs

Málsnúmer 201311105

Fundargerð 64.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs
Lögð fram fundagerð

Lagt fram til kynningar

8.Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310068

Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014
Unnið að starfsáæltun nefndarinnar.

Í vinnslu

9.Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, 13.nóv.2013

Málsnúmer 201311079

Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, 13.nóv.2013
Lögð fram fundargerð

Umhverfis- og héraðsnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hafa samband við fulltrúa Vegagerðarinnar og óska eftir nánari upplýsingum varðandi úthlutanir úr styrkvegasjóði.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar

Samþykkt með handaruppréttingu

10.Árskýrsla 2012

Málsnúmer 201311132

Árskýrsla 2012
Lögð fram árskýrsla Náttúrustofu Austurlands frá árinu 2012

Lagt fram til kynningar

11.Hafrafell, beiðni um umsögn og samþykki vegna landskipta.

Málsnúmer 201310137

Hafrafell, beiðni um umsögn og samþykki vegna landskipta.
Erindi dags. 29.10.2013 þar sem Jón Jónsson kt.090976-5249 óskar eftir samþykki fyrir landskiptum samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsögn sveitarfélagsins um landskiptin sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Fyrir liggur landskiptasamningur vegna jarðarinnar Hafrafells 1, landnr. 156999.

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptasamninginn.

Samþykkt með handauppréttingu

Esther vék af fundi kl. 18:51

12.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201310136

Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá
Erindi dags.25.10.2013 þar sem Anna Heiða Óskarsdóttir kt.251159-2119, Gunnar Smári Björgvinsson kt.290655-4209, Margrét Brynjólfsdóttir kt.151255-0009 og Bergsteinn Brynjólfsson kt.210864-2939 sækja um stofnun fasteigna í fasteignaskrá skv.14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti.

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun fasteignarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu

Fundi slitið.