Fyrir liggja drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.
Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlögð drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði. Breytingarnar eru 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpförgunargjaldi á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhús utan þéttbýlis. 3,2% vísitöluhækkun á gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar og hækkun á gjaldi fyrir auka gráa tunnu í kr. 7.072.- sem er raunkostnaður við tunnuna.
Kynnt tillaga að breytingu á afslætti á greiðslu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði fyrir ellilífeyris- og örorkuþega.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðmiðunartölur verði sem hér segir fyrir árið 2014:
Tekjutengdur afsláttur af fasteignaskatti verði allt að kr. 60.000 Tekjumörk verði sem hér segir: Einstaklingar Fullur afsláttur skv. 4. gr. með tekjur allt að kr. 2.262.000 Engan afslátt með tekjur yfir kr. 2.968.000 Hjón og samskattað sambýlisfólk Fullur afsláttur skv. 4. gr. með tekjur allt að kr. 3.181.000 Engan afslátt með tekjur yfir kr. 4.029.000
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fyrir liggja drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarráð framlögð drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði: Breytingarnar eru 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpförgunargjaldi á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhús utan þéttbýlis. Gjaldið hækkar úr kr. 22.440 kr. í 23.000 kr. 3,2% vísitöluhækkun á gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar (gjaldskrá fyrir sorpmóttökuplan) Gjaldi fyrir auka gráa tunnu hækki í kr. 7.072.- sem er raunkostnaður við tunnuna. Breytingin taki gildi 1. janúar nk.
Kynnt tillaga að breytingu á afslætti á greiðslu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði fyrir ellilífeyris- og örorkuþega, en þær reglur ber að endurskoða árlega.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Viðmiðunartölur verði sem hér segir fyrir árið 2014:
Tekjutengdur afsláttur af fasteignaskatti verði allt að kr. 60.000 Tekjumörk verði sem hér segir: Einstaklingar Fullur afsláttur skv. 4. gr. með tekjur allt að kr. 2.262.000 Engan afslátt með tekjur yfir kr. 2.968.000 Hjón og samskattað sambýlisfólk Fullur afsláttur skv. 4. gr. með tekjur allt að kr. 3.181.000 Engan afslátt með tekjur yfir kr. 4.029.000
Fyrir liggja drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði:
Breytingarnar eru 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpförgunargjaldi á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýlum, eða íbúðarhús utan þéttbýlis. Ársgjaldið hækkar úr kr. 22.440 kr. í 23.000 kr. 3,2% vísitöluhækkun á gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar (gjaldskrá fyrir sorpmóttökuplan) Gjaldi fyrir auka gráa tunnu hækki í kr. 7.072.- sem er raunkostnaður við tunnuna. Breytingin taki gildi 1. janúar nk.
Til máls tóku undir þessum lið: Sigrún Blöndal og Páll Sigvaldason.
Fyrir fundinum lá bréf frá Alþýðusambandi Íslands, dagsett 13. janúar 2014, þar sem skorað er á sveitarstjórnir að halda aftur af gjaldskrárhækkunum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Bæjarstjórn telur mikilvægt að samstaða náist um að halda aftur af verðhækkunum til að halda verðbólgunni niðri. Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn því að fallið verði frá fyrirhugaðri 2,5 % hækkun sorphirðu- og sorpförgunargjalda og 3,2% vísitöluhækkun á sorp sem komið er með til söfnunarstöðvar. Sorpgjöld verða því óbreytt frá fyrra ári. Fjármálastjóra jafnframt falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014, sem tekur mið af þessari breytingu og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund. Umrædd hækkun á sorpgjöldum var eina gjaldskrárhækkunin sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hafði lagt til og ákveðið fyrir árið 2014.
Lögð eru fram drög að gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Kostnaður vegna handsömunar og vörslu, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanna, aksturs- og flutningskostnaður: kr. 7.000,- á hvern stórgrip. Kr. 3.500,- á hverja kind. Í þeim tilvikum þar sem Fljótsdalshérað hefur búfé í vörslu yfir 6 klukkustundir þá er kostnaður vegna vörslu, fóðrunar, brynningar og eftir atvikum hýsingar, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanns, aksturs- og flutningskostnaður: kr. 15.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hvers stórgrips. kr. 5.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hverrar kindar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og felur starfsmanni að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.
Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlögð drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði. Breytingarnar eru 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpförgunargjaldi á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhús utan þéttbýlis. 3,2% vísitöluhækkun á gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar og hækkun á gjaldi fyrir auka gráa tunnu í kr. 7.072.- sem er raunkostnaður við tunnuna.
Samþykkt með handauppréttingu