Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, 13.nóv.2013

Málsnúmer 201311079

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 63. fundur - 26.11.2013

Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, 13.nóv.2013
Lögð fram fundargerð

Umhverfis- og héraðsnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hafa samband við fulltrúa Vegagerðarinnar og óska eftir nánari upplýsingum varðandi úthlutanir úr styrkvegasjóði.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar

Samþykkt með handaruppréttingu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 106. fundur - 27.11.2013

Lögð er fram fundargerð fundar með Vegagerðinni, bæjarráði og starfsmönnum 13.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd beinir því til bæjarstjórnar, að nefndin verði höfð með í ráðum við undirbúning fundarins sem fyrirhugað er að halda á Reyðarfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur vel í ábendinu skipulags- og mannvirkjanefndar um að nefndin verði höfð með í ráðum við undirbúning næsta fundar með Vegagerðinni sem fyrirhugað er að halda á Reyðarfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.