Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

106. fundur 27. nóvember 2013 kl. 17:00 - 19:24 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta þremur liðum við dagskrána, sem eru "umsókn um byggingarleyfi", "Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu" og "Brúarásskóli orkumál" og verða þeir liðir númer 14, 15 og 16 í dagskránni.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 125

Málsnúmer 1311015Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð 125. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 25.11.2013. Fundargerðin er í þremur liðum.


Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir fundargerðina

1.1.Gistiheimilið Eyvindará, umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201311051Vakta málsnúmer

Staðfest

1.2.Umsókn um byggingarleyfi/gróðurhús

Málsnúmer 201311014Vakta málsnúmer

Staðfest

1.3.Umsókn um byggingarleyfi stækkun húsnæðis

Málsnúmer 201311127Vakta málsnúmer

Staðfest

2.Fundargerð 113. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Málsnúmer 201311068Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð 113. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands 13.11.2013.

Lagt fram til kynningar

3.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram tvær eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir Íþróttahúsið Fellabæ dags.12.11.2013 og fyrir Íþróttamiðstöðina Egilsstöðum dags.14.11.2013.

Lagt fram til kynningar.

4.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11.11.2013 þar sem Umhverfisstofnun vísar í eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands um urðunarstað Fljótsdalshéraðs að Tjarnarlandi þann 7.8.2013. Umhverfisstofnun óskar eftir áætlun rekstraraðila um hvernig og hvenær hann hafi lokið við úrbætur. Áætlunin berist eigi síðar en 2.12.2013 n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem málið heyrir undir umhverfis- og héraðsnefnd þá er þetta lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um fjárfestingu 2014 til 2017, skjal dagsett 27.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd lækkar áætlaða upphæð í Menntaskólalóðina um 2.550.000,- kr. Þar sem þessi upphæð greiðist á árinu 2013. Nefndin samþykkir framlagða áætlun dags.27.11.2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Íþróttamiðstöðin eldvarnarskoðun

Málsnúmer 201311138Vakta málsnúmer

Löggð er fram niðurstaða eldvarnarskoðunar, sem Brunavarnir á Austurlandi gerðu á Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum 29.10.2013.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, 13.nóv.2013

Málsnúmer 201311079Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð fundar með Vegagerðinni, bæjarráði og starfsmönnum 13.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd beinir því til bæjarstjórnar, að nefndin verði höfð með í ráðum við undirbúning fundarins sem fyrirhugað er að halda á Reyðarfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201306039Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 15.11.2013 þar sem vísað er í afgreiðslu nefndarinnar 12.06.2013 á umsókn um stöðuleyfi fyrir gám að Fagradalsbraut 9. Fyrir liggja teikningar af gámnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

9.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201311115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21.11.2013 þar sem Anna Birna Snæþórsdóttir kt.091048-4189 óskar eftir byggingarleyfi á lóðinni Eyvindará lóð 3, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda, en vekur athygli á að þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina, getur komið til þess að færa þurfi húsið þegar svæðið hefur verið deiliskipulagt. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar lóðamál eru komin á hreint og tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Þuríðarstaðir, efnistökunáma

Málsnúmer 200811023Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga, ásamt kostnaðaráætlun, um tilfærslu á Eyvindará að austurbakka árinnar við Þuríðarstaði, þannig að hægt verði að nýta námuna eins og framkvæmdarlýsing gerir ráð fyrir. Málið var áður á dagskrá 13.11.2013. fyrir liggja frekari gögn um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að náman verði boðin út til rekstrar án tilfærslu á Eyvindará.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Hafrafell, beiðni um umsögn og samþykki vegna landskipta.

Málsnúmer 201310137Vakta málsnúmer

Erindi dags. 29.10.2013 þar sem Jón Jónsson kt.090976-5249 óskar eftir samþykki fyrir landskiptum samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsögn sveitarfélagsins um landskiptin sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Fyrir liggur landskiptasamningur vegna jarðarinnar Hafrafells 1, landnr. 156999. Málið verður tekið fyrir á fundi umhverfis-og héraðsnefndar 26.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201310136Vakta málsnúmer

Erindi dags.25.10.2013 þar sem Anna Heiða Óskarsdóttir kt.251159-2119, Gunnar Smári Björgvinsson kt.290655-4209, Margrét Brynjólfsdóttir kt.151255-0009 og Bergsteinn Brynjólfsson kt.210864-2939 sækja um stofnun fasteigna í fasteignaskrá skv.14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti.
Málið verður tekið fyrir á fundi umhverfis- og héraðsnefndar 26.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða. með handauppréttingu

13.Fráveitumál, blágrænar ofanvatnslausnir

Málsnúmer 201311116Vakta málsnúmer

Til umræðu og kynningar eru svokallaðar "blágrænar ofanvatnslausnir", sem snýst um að koma regnvatni frá svæðum án hefðbundinna fráveitulagna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta reglulega fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201311145Vakta málsnúmer

Erindi dags.26.11.2013, þar sem Björn Sveinsson kt.160265-4189 f.h. eiganda Snjóholts, Eiðaþinghá, óskar eftir byggingarleyfi, fyrir Gróðurhúsi á Snjóholti. Aðalteikningar eru unnar af Einari Bjarndal Jónssyni. kt.261047-4119. Teikningar eru ódagsettar og óundirritaðar. Brúttóflatarmál byggingar er 121 m2. Brúttórúmmál byggingar er 332,2 m3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljópða með handauppréttingu.

15.Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

Málsnúmer 201309117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.11.2013 þar sem Helgi Jóhannesson verkefnisstjóri, f.h. Landsvirkjunar, óskar eftir að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili færslu óss Lagarfljóts og Jöklu eins og framkvæmdinni er lýst í meðfylgjandi tilkynningu um framkvæmdina til Skipulagsstofnunar dagsettri 22.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni ef framkvæmdin verður ekki úrskurðurð matskyld og að fengnu leyfi frá Fiskistofu fyrir framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Brúarásskóli orkumál

Málsnúmer 201304015Vakta málsnúmer

Lögð er fram bókun bæjarráðs, þar sem farið er fram á að skipulags- og mannvirkjanefnd kanni möguleika á að finna hagstæðari og umhverfisvænni leiðir til húshitunar í Brúarásskóla. málið var áður á dagskrá 10.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:24.