Þuríðarstaðir, efnistökunáma

Málsnúmer 200811023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 105. fundur - 13.11.2013

Lögð er fram tillaga, ásamt kostnaðaráætlun, um tilfærslu á Eyvindará að austurbakka árinnar við Þuríðarstaði, þannig að hægt verði að nýta námuna eins og framkvæmdarlýsing gerir ráð fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari gagna um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 106. fundur - 27.11.2013

Lögð er fram tillaga, ásamt kostnaðaráætlun, um tilfærslu á Eyvindará að austurbakka árinnar við Þuríðarstaði, þannig að hægt verði að nýta námuna eins og framkvæmdarlýsing gerir ráð fyrir. Málið var áður á dagskrá 13.11.2013. fyrir liggja frekari gögn um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að náman verði boðin út til rekstrar án tilfærslu á Eyvindará.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Lögð er fram tillaga, ásamt kostnaðaráætlun, um tilfærslu á Eyvindará að austurbakka árinnar við Þuríðarstaði, þannig að hægt verði að nýta námuna eins og framkvæmdarlýsing gerir ráð fyrir. Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 13.11.2013. Fyrir liggja frekari gögn um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að náman verði boðin út til rekstrar án tilfærslu á Eyvindará.
Tilfærsla árinnar verði þá á hendi bjóðenda sem hluti af tilboði hans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.