Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 26.02.2013

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna sorpurðunar í landi Tjarnarlands á Fljótsdalshéraði annars vegar og erindi Fljótsdalshéraðs til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um framlengingu á gildandi undanþágu fyrir urðun á Tjarnarlandi hins vegar.

Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 90. fundur - 27.02.2013

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna sorpurðunar í landi Tjarnarlands.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 23.04.2013

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Erindi frá Umhverfisstofnun þar sem bent er á að í reglugerð nr. 990/2008 um útstreymisbókhald, kveður á um að urðunarstaðir sem taka við 10 tonnum af úrgangi á dag eða hafa heildarafkastagetu upp á 25.000 tonn á rekstartíma urðunarstaðarins, beri að skila útstreymisbókhaldi.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að taka saman upplýsingarnar og senda Umhverfisstofnun.

Samþykkt með handauppréttingu..

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 59. fundur - 25.06.2013

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Erindi frá Guðbjörgu Stellu Árnadóttur hjá umhverfisstofnun um skil á magntölum úrgangs.

Öllum umbeðnum gögnum var skilað til stofnunarinnar innan tímamarka sem getið er í erindinu.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Fram kemur í bókun umhverfis- og héraðsnefndar að umbeðin göng hafa þegar verið send Umhverfisstofnun.
Málið er að öðru leyti í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 14.08.2013

Tekið fyrir bréf umhverfisráðuneytisins dagsett 26. júní, varðandi framlengingu starfsleyfis á urðunarstaðnum á Tjarnarlandi og tölvupóstur frá heilbrigðisfulltrúa varðandi málið.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindunum til umhverfis- og héraðsnefndar til umfjöllunar og úrvinnslu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 60. fundur - 27.08.2013

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Erindi dagsett 2.júlí 2013 frá Umhverfisstofnun varðandi magntölur úrgangs. Staðfesting á móttöku gagna.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 60. fundur - 27.08.2013

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Erindi dagsett 25.júní 2013 frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem veitt er framlenging á undanþágu frá starfsleyfi urðunarstaðarins.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 60. fundur - 27.08.2013

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Erindi dagsett 16.ágúst 2013 frá Umhverfisstofnun. Svar við starfsleyfisumsókn.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna málið áfram. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 04.09.2013

Erindi dagsett 25. júní 2013 frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, þar sem veitt er framlenging á undanþágu frá starfsleyfi urðunarstaðarins.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 61. fundur - 24.09.2013

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla frá HAUST vegna reglubundins eftirlits með sorpurðunarstaðnum á Tjarnarlandi og sýnatökuskýrsla frá urðunarstaðnum á Tjarnarlandi.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að koma athugasemdum frá HAUST á framfæri við rekstraaðila og sjá til þess að kröfur sem gerðar eru í undanþágu frá starfsleyfi séu uppfylltar.

Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 106. fundur - 27.11.2013

Erindi dagsett 11.11.2013 þar sem Umhverfisstofnun vísar í eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands um urðunarstað Fljótsdalshéraðs að Tjarnarlandi þann 7.8.2013. Umhverfisstofnun óskar eftir áætlun rekstraraðila um hvernig og hvenær hann hafi lokið við úrbætur. Áætlunin berist eigi síðar en 2.12.2013 n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem málið heyrir undir umhverfis- og héraðsnefnd þá er þetta lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 10.12.2013

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Bréf til Umhverfis- og auðlindaráðnuneytisins dags.28.11.2013, varðar framlengingu á undanþágu starfsleyfis fyrir sorpurðun í Tjarnarlandi.

Bréf til Umhverfisstofnunar dags. 29.11.2013 og varðar úrbætur vegna athugasemda sem komu fram í eftirlitsskýrslu HAUST dags. 2.september 2013

Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Bréf til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 28.11. 2013, varðar framlengingu á undanþágu starfsleyfis fyrir sorpurðun í Tjarnarlandi.
Þar koma einnig fram upplýsingar varðandi úrbætur vegna athugasemda sem komu fram í eftirlitsskýrslu HAUST dags. 2. september 2013

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 65. fundur - 21.01.2014

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Fyrir liggja drög að eftirlitsskýrslu frá HAUST, í kjölfar eftirfylgniferðar í Tjarnarland að ósk Umhverfisstofnunar.

Lagt fram til kynningar