Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

64. fundur 10. desember 2013 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Baldur Grétarsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi Fljótsdalshéraðs
Í upphafi fundar óskar formaður eftir að bæta tveimur málum inn á fundinn; Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps og Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og verða þau nr. 14 og 15 í dagskránni.

1.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Bréf til Umhverfis- og auðlindaráðnuneytisins dags.28.11.2013, varðar framlengingu á undanþágu starfsleyfis fyrir sorpurðun í Tjarnarlandi.

Bréf til Umhverfisstofnunar dags. 29.11.2013 og varðar úrbætur vegna athugasemda sem komu fram í eftirlitsskýrslu HAUST dags. 2.september 2013

Lagt fram til kynningar

2.Förgun rafeindatækjaúrgangs

Málsnúmer 201312020

Förgun rafeindatækjaúrgangs
Bréf dagsett 04.12.2013 frá Umhverfisstofnun um fyrirkomulag söfnunar rafeindaúrgangs.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að taka saman upplýsingar um fyrirkomulag söfnunar raf- og rafeindatækjaúrgangs hjá sveitarfélaginu og koma til Umhverfisstofnunar.

Samþykkt með handauppréttingu

3.Vinnuskóli 2013

Málsnúmer 201301102

Vinnuskóli 2013
Lögð fram samantekt á launum og vinnutíma vinnuskóla á landsvísu

Lagt fram til kynningar. Einnig komið á framfæri ábendingum frá starfshópi um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað varðandi verkefni fyrir vinnuskólann starfsárið 2014.

Samþykkt með handauppréttingu.

4.Bændur græða landið, beiðni um styrk 2014

Málsnúmer 201311153

Bændur græða landið, beiðni um styrk 2014
Erindi frá Landgræðslu Ríkisins dags. 21.11.2013 beiðni um styrk vegna uppgræðsluverkefnisins: Bændur græða landið 2014.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 152.000.- og verður það tekið af lið nr. 13-29.

Samþykkt með handauppréttingu

5.Frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna)

Málsnúmer 201311141

Frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna)
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna).

Umhverfis- og héraðsnefnd telur að lög um Náttúruvernd nr. 60/2013 eigi að taka gildi.

Tillagan borin upp til atkvæðagreiðslu.
Samþykkt með 2 atkvæðum (EK/AÁ)
3 sitja hjá (EA/ÁS/BG)

6.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Aðalfundur SSA 2013
Lagðar fram ályktanir frá aðalfundi SSA

Umhverfis- og héraðsnefnd tekur undir þær ályktanir frá aðalfundi SSA sem snúa að nefndinni. Nefndin leggur til að stefnt verði að frekari samvinnu milli sveitarfélaganna um lausnir. T.d. um sameiginlega stefnu í refa- og minkaveiðum og lausnir varðandi lífrænan úrgang.

Samþykkt með handauppréttingu

Freyr vék af fundi kl. 18:10

7.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt

Málsnúmer 201312018

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt
Erindi dagsett 30.10.2013 þar sem Margrét Brynjólfsdóttir kt.151255-0009 og Gunnar Smári Björgvinsson kt.290655-4209, óska eftir umsögn sveitarfélagsins um að stofnað verði lögbýli á Hafrafelli 2. Vísað er til gagna sem tengjast erindi til sveitarfélagsins, sem Jón Jónsson hrl.sendi nýlega fyrir hönd aðila vegna áðurgreinds eignaskiptasamnings um jörðina Hafrafell.

Umhverfis- og héraðsnefnd telur að Hafrafell 2 uppfylli skilyrði um lögbýli og gerir því ekki athugasemd við að lögbýlisréttur verði heimilaður.

Samþykkt með handauppréttingu

8.Refaveiði

Málsnúmer 201311131

Refaveiði
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi kynnti drög að bréfi sem sent verður samningsbundnum refaveiðimönnum þar sem óskað er eftir upplýsingum frá þeim varðandi fyrirkomulag veiðanna vegna fyrirhugaðrar heildarendurskoðunar samninga.

Í vinnslu

9.Frumvarp til laga um loftslagsmál (fjárhæð losunargjalds)

Málsnúmer 201312025

Frumvarp til laga um loftslagsmál (fjárhæð losunargjalds)

Lagt fram til kynningar

10.Tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun

Málsnúmer 201312032

Tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun

Umhverfis- og héraðsnefnd fagnar framkominni þingsályktunartillögu um minnkaða plastpokanotkun. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu.

11.Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310068

Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

Í vinnslu

12.Fundur samskiptanefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs 26.11.2013

Málsnúmer 201312005

Fundur samskiptanefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs 26.11.2013

Umhverfis- og héraðsnefnd óskar eftir að fulltrúi Landsvirkjunar komi á næsta reglulega fund nefndarinnar sem verður haldinn 28. janúar 2014 og kynni eftirtaldar skýrslur sem liggja inni hjá sveitarfélaginu:
- Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða.
- Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða.
- Kringilsárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010.
- Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði 2012.
- Áhrif gruggs á vatnalífríki Glúmstaðadalsár og Hrafnkelsár - Niðurstöður vöktunar 2012.

Sbr. það sem fram kemur í lið 1.2 í fundargerðinni.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

13.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Málsnúmer 201212011

Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Umhverfis- og héraðsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um málið. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá upplýsingar um tilurð svæðisins frá Umhverfisstofnun og nánari rök frá Fljótsdalshreppi fyrir breytingu á náttúruminjasvæði nr. 618.

Málið er í vinnslu.

14.Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 201312034

Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.

Umhverfis- og héraðsnefnd frestar erindinu og óskar eftir að fá að skila umsögn eftir næsta reglulega fund nefndarinnar þann 28. janúar 2014.

Fundi slitið.