Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 201312034

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 10.12.2013

Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.

Umhverfis- og héraðsnefnd frestar erindinu og óskar eftir að fá að skila umsögn eftir næsta reglulega fund nefndarinnar þann 28. janúar 2014.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Lögð fram drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarpi til laga um meðhöndlun úrgangs.

Bæjarráð tekur fyrir sitt leyti undir athugasemdir sambandsins við frumvarpið.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 65. fundur - 21.01.2014

Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.

Umhverfis- og héraðsnefnd tekur undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið. Nefndin áréttar mikilvægi þess að raunhæf og heildstæð langtímastefna þarf að vera til staðar í málaflokknum og hana þarf að vinna í góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og fleiri aðila.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og umhverfis- og héraðsnefnd taka undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið. Áréttað er mikilvægi þess að raunhæf og heildstæð langtímastefna þarf að vera til staðar í málaflokknum og hana þarf að vinna í góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og fleiri aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.