- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málsnúmer 201304060
Málsnúmer 201401127
Málsnúmer 200905024
Málsnúmer 201401041
Málsnúmer 201212011
Málsnúmer 201312034
Málsnúmer 201310068
Málsnúmer 201401105
Málsnúmer 201401081
Málsnúmer 201312025
Málsnúmer 201401016
Málsnúmer 201312042
Málsnúmer 201308024
Málsnúmer 201401023
Fundi slitið - kl. 20:45.
Gerð er grein fyrir stöðu styrkvega á framkvæmdarárinu 2013.
Kári Ólason mætti á fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Kára fyrir greinagerðina. Ljóst er að liðurinn fór fram úr áætlun á viðhaldsárinu 2013. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að verk hefjist tímanlega þannig að hægt sé að klára þau verk er liggja fyrir á styrkvegaáætlun.
Samþykkt með handauppréttingu
AÁ lætur bóka eftirfarandi:
Í Samþykkt um stjórn Fljótsdalshéraðs og fundarsköp bæjarstjórnar segir í 66. grein "og ekki má stofna til útgjalda eða greiða fé úr sveitarsjóði, nema heimild sé til þess í fjárhagsáætlun". Í fyrstu og annarri grein fyrsta kafla Reglna um ábyrgðamörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs, segir "Kjörnir fulltrúar og nefndarmenn starfa samkvæmt: (liður e.)-ákvörðunum, áætlunum og útgjaldarömmum sem bæjarstjórn samþykkir" Það sama á við um stjórnendur.
Ákvörðun um útgjöld umfram framlag ríkis til styrkvega hefur aldrei verið samþykkt, hvorki í bæjarstjórn né í Umhverfis- og héraðsnefnd. Undrun sætir að hægt sé að fara tæp 40% fram úr heimildum án þess að gripið sé í taumana. Til frekari vegsauka fyrir þá sem um framkvæmdina sáu, var að því er virðist lagt í framkvæmdir við styrkveg milli Kirkjubæjar og Gunnhildargerðis, sem ekki er tilgreindur í bókun nefndarinnar þann 25.júni 2013 um þá vegi sem leggja átti fé til.
Augljóst er að setja þarf skýrar reglur af hálfu hreppsins um framkvæmd styrkvegagerðar. Hún gæti t.d. innihaldið:
a) Ítarlega kostnaðaráætlun. Við gerð hennar má til dæmis nota einingar eins og: klukkustundir, rúmmetra (efnis) og kílómetra (ekna). Hér mætti setja ákvæði um vikmörk, t.d. hámark 10% á hvern verklið fyrir óvissuþætti.
b) Fá ábendingar bréflega um æskilegar framkvæmdir.
c) Að ný slóðagerð fari í einhverskonar skipulagsferli.
d) Áfangaskýrsla, ef við á, og lokaskýrsla skrifleg.