Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

65. fundur 21. janúar 2014 kl. 17:00 - 20:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Baldur Grétarsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi

1.Styrkvegir 2013

Málsnúmer 201304060

Styrkvegir 2013
Gerð er grein fyrir stöðu styrkvega á framkvæmdarárinu 2013.

Kári Ólason mætti á fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Kára fyrir greinagerðina. Ljóst er að liðurinn fór fram úr áætlun á viðhaldsárinu 2013. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að verk hefjist tímanlega þannig að hægt sé að klára þau verk er liggja fyrir á styrkvegaáætlun.

Samþykkt með handauppréttingu

AÁ lætur bóka eftirfarandi:
Í Samþykkt um stjórn Fljótsdalshéraðs og fundarsköp bæjarstjórnar segir í 66. grein "og ekki má stofna til útgjalda eða greiða fé úr sveitarsjóði, nema heimild sé til þess í fjárhagsáætlun". Í fyrstu og annarri grein fyrsta kafla Reglna um ábyrgðamörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs, segir "Kjörnir fulltrúar og nefndarmenn starfa samkvæmt: (liður e.)-ákvörðunum, áætlunum og útgjaldarömmum sem bæjarstjórn samþykkir" Það sama á við um stjórnendur.
Ákvörðun um útgjöld umfram framlag ríkis til styrkvega hefur aldrei verið samþykkt, hvorki í bæjarstjórn né í Umhverfis- og héraðsnefnd. Undrun sætir að hægt sé að fara tæp 40% fram úr heimildum án þess að gripið sé í taumana. Til frekari vegsauka fyrir þá sem um framkvæmdina sáu, var að því er virðist lagt í framkvæmdir við styrkveg milli Kirkjubæjar og Gunnhildargerðis, sem ekki er tilgreindur í bókun nefndarinnar þann 25.júni 2013 um þá vegi sem leggja átti fé til.
Augljóst er að setja þarf skýrar reglur af hálfu hreppsins um framkvæmd styrkvegagerðar. Hún gæti t.d. innihaldið:
a) Ítarlega kostnaðaráætlun. Við gerð hennar má til dæmis nota einingar eins og: klukkustundir, rúmmetra (efnis) og kílómetra (ekna). Hér mætti setja ákvæði um vikmörk, t.d. hámark 10% á hvern verklið fyrir óvissuþætti.
b) Fá ábendingar bréflega um æskilegar framkvæmdir.
c) Að ný slóðagerð fari í einhverskonar skipulagsferli.
d) Áfangaskýrsla, ef við á, og lokaskýrsla skrifleg.

2.Tjarnarland,urðunarstaður

Málsnúmer 201401127

Tjarnarland,urðunarstaður
Fyrir liggja drög að eftirlitsskýrslu frá HAUST, í kjölfar eftirfylgniferðar í Tjarnarland að ósk Umhverfisstofnunar.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að svara þeim athugasemdum sem koma fram í drögunum þegar úr þeim hefur verið leyst. Einnig leggur nefndin til að fulltrúi Fljótsdalshéraðs fari í reglubundið eftirlit á urðunarstaðinn.
Nefndin fer fram á að ekki verði tekið við úrgangi frá sorpþjónustufyrirtækjum nema að fyrir liggi vigtarnóta frá gámaplaninu á Egilsstöðum.

Samþykkt með handauppréttingu

AÁ lætur bóka eftirfarandi:
Leggur til daglegar eftirlitsferðir þangað til öll skilyrði starfsleyfisins eru uppfyllt.

3.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Fyrir liggja drög að eftirlitsskýrslu frá HAUST, í kjölfar eftirfylgniferðar í Tjarnarland að ósk Umhverfisstofnunar.

Lagt fram til kynningar

4.Geymslusvæði fyrir moltu

Málsnúmer 201401041

Geymslusvæði fyrir moltu
Fyrir liggur afrit af umsögn HAUST til Umhverfisstofnunar vegna starfsleyfisumsóknar fyrir moltugeymslu á Tjarnarlandi.

Lagt fram til kynningar

5.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

Málsnúmer 201212011

Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps
Málið var áður á dagskrá 10.12.2013.
Erindi frá Fljótsdalshrepp þar sem lagt er til að breyta afmörkun náttúruminjasvæðisins í Ranaskógi og í Gilsárdal NM 618.

Umhverfis- og héraðsnefnd tekur undir með Fljótsdalshrepp og Skógrækt Ríkisins að svæðið verði minnkað til upphaflegrar afmörkunar, þannig að gilið sjálft og eyrar þar fyrir neðan verði áfram á náttúruminjaskrá.

Samþykkt með handauppréttingu

6.Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 201312034

Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.

Umhverfis- og héraðsnefnd tekur undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið. Nefndin áréttar mikilvægi þess að raunhæf og heildstæð langtímastefna þarf að vera til staðar í málaflokknum og hana þarf að vinna í góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og fleiri aðila.

Samþykkt með handauppréttingu

7.Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310068

Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlagða starfsáætlun. Nefndin leggur til að starfsáætlanir nefnda verði gerðar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með handauppréttingu

8.Starfsleyfi fyrir almenningssaleri í Selskógi

Málsnúmer 201401105

Starfsleyfi fyrir almenningssaleri í Selskógi
Fyrir liggur starfsleyfi fyrir almenningssalerni í Selskógi frá HAUST.

Lagt fram til kynningar.

9.Stjórnarfundir Náttúrustofu Austurlands 2014

Málsnúmer 201401081

Stjórnarfundir Náttúrustofu Austurlands 2014
Fundagerð 1. stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands 2014

Lagt fram til kynningar.

10.Frumvarp til laga um loftslagsmál (fjárhæð losunargjalds)

Málsnúmer 201312025

Frumvarp til laga um loftslagsmál (fjárhæð losunargjalds)


Málið var á dagskrá nefndarinnar þann 10.12.2013 og var þá lagt fram til kynningar. Einnig var málið tekið fyrir á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 11.12.2013 þar sem það var einnig lagt fram til kynningar. Málinu telst því lokið.

11.Tillaga til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra

Málsnúmer 201401016

Fyrir liggur tillaga til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra.

Umhverfis- og héraðsnefnd er hlynnt því að stjórnsýsla um málefni hreindýra sé á Austurlandi.

Samþykkt með handauppréttingu.

12.2. fundur vinnuhóps um þjónustusamfélagið

Málsnúmer 201312042

2. fundur vinnuhóps um þjónustusamfélagið

Lagt fram til kynningar

13.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201308024

Niðurfelling vega af vegaskrá

Lagt fram til kynningar

14.Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201401023

Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemdir til við tillöguna.

Samþykkt með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 20:45.