Lagður fram tölvupóstur frá Alþingi, dagsettur 6. janúar 2014, með umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð lýsir stuðningi við þær tillögur sem þar koma fram um að málefni er varða hreindýr verði aftur flutt til hreindýraráðs og starfsemi þess verði þar með efld á Egilsstöðum og Austurlandi. Stjórnun þessara mála hlýtur að byggja mikið á staðbundinni þekkingu og reynslu og því mikilvægt að yfirumsjón þeirra sé sem næst dvalar- og veiðisvæði hreindýranna.
Lagður fram tölvupóstur frá Alþingi, dagsettur 6. janúar 2014, með umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs lýsir bæjarstjórn stuðningi við þær tillögur sem þar koma fram um að málefni er varða hreindýr verði aftur flutt til hreindýraráðs og starfsemi þess verði þar með efld á Egilsstöðum og Austurlandi. Stjórnun þessara mála hlýtur að byggja mikið á staðbundinni þekkingu og reynslu og því mikilvægt að yfirumsjón þeirra sé sem næst dvalar- og veiðisvæði hreindýranna.
Samþykkt með 6 atkv. en 3 sátu hjá (SBS, ÁK og RRI)
Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun Þó ég taki heilshugar undir það meginmarkmið fyrirliggjandi tillögu að færa stjórnsýslu hreindýraveiða hingað heim í hérað, tel ég þá sýn sem sett er fram um að færa stjórnsýslu málaflokksins til Hreindýraráðs vera óraunhæfa og óskynsamlega. Málið hefur verið til umfjöllunar á vettvangi stjórnar SSA og reikna ég með að þaðan muni koma betur útfærðar tillögur um framtíðarfyrirkomulag hreindýraumsýslu hér í fjórðungnum. Ég kýs því að sitja hjá við afgreiðslu þessa máls nú.
Árni Kristinsson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir tóku einnig undir ofangreinda bókun.
Umhverfis- og héraðsnefnd er hlynnt því að stjórnsýsla um málefni hreindýra sé á Austurlandi.
Samþykkt með handauppréttingu.