Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201401023

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 65. fundur - 21.01.2014

Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemdir til við tillöguna.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 22.01.2014

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 6. janúar 2014, með umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

Bæjarráð mun ekki veita sérstaka umsögn um þingsályktunartillöguna.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 273. fundur - 10.11.2014

Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis, dags. 4. nóv. 2014, með umsagnarbeini við tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

Bæjarráð telur að meðan ófullnægjandi framlög eru til Vatnajökulsþjóðgarðs sé óráðlegt að ráðast í stofnun fleiri þjóðgarða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Í bæjarráði var lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis, dags. 4. nóv. 2014, með umsagnarbeiðni við tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að meðan ófullnægjandi framlög eru til Vatnajökulsþjóðgarðs, sé óráðlegt að ráðast í stofnun fleiri þjóðgarða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.