Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

273. fundur 10. nóvember 2014 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti að vanda ýmislegt varðandi rekstur sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti drög að úttektarferli varðandi úttekt á grunn- og tónlistarskólum sveitarfélagsins, sem stefnt er á að láta gera á yfirstandandi skólaári. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Fram kom hjá formanni bæjarráðs að borist hefur tölvupóstur frá félagsmálanefnd, þar sem Benedikt Hlíðar Stefánsson hefur verið tilnefndur sem fulltrúi félagsmálanefndar í starfshóp um úttekt á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins. Stefáni Bragasyni falið að boða hópinn saman til fyrsta fundar.

2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Tekin fyrir fjárhagsáætlun 2015 og þriggja ára áætlun 2016-2018, eins og bæjarstjórn vísaði henni til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Bæjarráð leggur til að 410 þúsund kr. verði færðar af lið 06-02 íþrótta - og frístundanefnd og færðar á liðinn 06-89 önnur framlög.
Vegna fyrirspurnar vegna kostnaðar við fundi nefnda, verður tekið saman yfirlit yfir áætlaðan fundafjölda nefnda á næsta ári og kostnað við þá fyrir næsta bæjarráðsfund.

Farið yfir stöðu mála varðandi breytingar á gjaldskrám og nefndir hvattar til að ganga formlega frá þeim þannig að hægt verði að afgreiða þær sem mest samhliða fjárhagsáætlun.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201402048

Guðlaugur Sæbjörnsson lagði fram og kynnti viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

Eftirfarandi tillaga um viðauka er sem hér segir:

Framlag vegna ljósmyndasafns Héraðsskjalasafns kr. 477.468 verði tekið af lið 13-05-9610 og fært á lið 05-31-9980.

Framlag vegna viðbótarhlutafjár í Barra kr. 3.638.321 verði tekið af lið 55-51-31620 (handbæru fé atvinnumálasjóðs) og fært á lið 55-51-51131.

Framlag vegna uppfærslu á Navision bókhaldskerfi sveitarfélagsins kr. 2.500.000 verði mætt með hækkun tekna vegna staðgreiðslu á lið 00-01-0020 og fært á lið 21-22-4065.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fundargerð 821. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201411037

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2014

Málsnúmer 201410143

Lagt fram fundarboð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands.

Bæjarráð samþykkir að fela Birni Ingimarssyni umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum. Varamaður hans verður Stefán Bragason.

6.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

Málsnúmer 201411035

Lagðar fram þær álytanir aðalfundar SSA sem helst snerta hlutverk bæjarráðs. Bæjarráð leggur áherslu á að ályktanirnar verði kynntar fyrir viðkomandi stjórnvöldum og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þeirra ályktana sem snúa að samgöngumálum.

Í ljósi grafalvarlegra tíðina af fjármögnun nýframkvæmda í vegagerð og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar, óskar bæjarráð Fljótsdalshéraðs eftir því að þingmenn kjördæmisins komi til fundar við Austfirska sveitarstjórnarmenn sem fyrst til að fara yfir stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á Héraði.

Málsnúmer 201206124

Varðar mál nr. 201210107

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 29. okt. 2014 um stöðu skipulagsmála og skuldbindingargildi framkvæmdalýsingar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að taka saman erindi til ráðherra þar sem að gerðar verða athugasemdir við afgreiðslu Orkustofnunar á erindi sveitarfélagsins.

8.Reglur um niðurgreiðslu vegna þátttöku í líkamsrækt fyrir starfsmenn Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201411014

Lagðar fram endurskoðaðar reglur um niðurgreiðslu vegna þátttöku starfsmanna Fljótsdalshéraðs í líkamsrækt. Búið er að setja inn í skjalið tölur sem gilda eiga frá 1. janúar 2015.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi breytingar á reglunum verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Íbúðalánasjóður: Sala eignasafna

Málsnúmer 201411020

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Ágústi Kr. Björnssyni, dags. 3. nóv. 2014, f.h. Íbúðalánasjóðs, með kynningarefni vegna sölu eignasafna Íbúðalánasjóðs.

10.Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201401023

Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis, dags. 4. nóv. 2014, með umsagnarbeini við tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

Bæjarráð telur að meðan ófullnægjandi framlög eru til Vatnajökulsþjóðgarðs sé óráðlegt að ráðast í stofnun fleiri þjóðgarða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Málefni tengd eldgosi í Holuhrauni

Málsnúmer 201411036

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma á framfæri við Umhverfisstofnun ósk um að mælum með sjálfvirkum aflestri verði fjölgað á Fljótsdalshéraði t.d. á þeim stöðum þar sem eru sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar fyrir, svo sem á Brú á Jökuldal og Hallormsstað.

Fundi slitið - kl. 11:30.