Skattlagning vatnsréttinda.

Málsnúmer 201206124

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 270. fundur - 20.10.2014

Tekin fyrir samantekt Jóns Jónssonar lögmanns yfir niðurstöður Héraðsdóms í málinu.

Bæjarráð samþykkir að standa að áfrýjun málsins til Hæstaréttar og felur bæjarstjóra að kanna hug Innanríkisráðuneytisins til málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að standa að áfrýjun málsins til Hæstaréttar og felur bæjarstjóra að kanna hug Innanríkisráðuneytisins til málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 273. fundur - 10.11.2014

Varðar mál nr. 201210107

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 29. okt. 2014 um stöðu skipulagsmála og skuldbindingargildi framkvæmdalýsingar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að taka saman erindi til ráðherra þar sem að gerðar verða athugasemdir við afgreiðslu Orkustofnunar á erindi sveitarfélagsins.