Tekin fyrir samantekt Jóns Jónssonar lögmanns yfir niðurstöður Héraðsdóms í málinu.
Bæjarráð samþykkir að standa að áfrýjun málsins til Hæstaréttar og felur bæjarstjóra að kanna hug Innanríkisráðuneytisins til málsins. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að standa að áfrýjun málsins til Hæstaréttar og felur bæjarstjóra að kanna hug Innanríkisráðuneytisins til málsins.
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 29. okt. 2014 um stöðu skipulagsmála og skuldbindingargildi framkvæmdalýsingar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að taka saman erindi til ráðherra þar sem að gerðar verða athugasemdir við afgreiðslu Orkustofnunar á erindi sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að standa að áfrýjun málsins til Hæstaréttar og felur bæjarstjóra að kanna hug Innanríkisráðuneytisins til málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.