Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði varðandi rekstur sveitarfélagsins á síðasta ári.
Lögð fram drög að greinargerð til eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga, sem nefndin óskaði eftir að fá þegar bæjarstjóri og fjármálastjóri funduðu með nefndinni í desember sl. og kynntu nefndinni fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2014 og þriggja ára áætlun. Greinargerðin fjallar um breytingar á áætluðum kostnaði vegna byggingar hjúkrunarheimilis og kaupa Dvalarheimilis aldraðra á 14 íbúðum.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessu lið og fór yfir ýmsar tölur úr rekstri síðasta árs og veitti upplýsingar um stöðu og horfur í rekstri sveitarfélagsins.
Fram kom hjá bæjarstjóra að fyrirspurn hefur borist frá fasteignasölu um húsnæðið að Einhleypingi 1. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða þessi mál frekar við framkvæmdastjóra HEF, áður en umræddri fyrirspurn verður svarað.
Björn kynnti erindi frá Björgunarsveitinni Héraði varðandi möguleika á samningi við sveitarfélagið um afnot af íþrótta- og þrekaðstöðu. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að fara í viðræður við forsvarsmenn björgunarsveitarinnar um málið.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmis mál tengd fjármálum, bókhaldi og uppgjöri sveitarfélagsins.
Endurskoðun á innkaupareglum Fljótsdalshéraðs og viðmiðunartölum í þeim. Að tillögu innkauparáðs leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að viðmiðunartölum verði breytt, ásamt nokkrum minniháttar breytingum á texta. Einnig að vísitölutenging fjárhæða taki mið af neysluverðsvísitölu í stað byggingarvísitölu, eins og nú er. Skrifstofustjóra falið að ganga frá breytingartillögunum í textaskjali og leggja fyrir bæjarstjórn.
Aðild að ríkiskaupasamningi. Bæjarráð samþykkir að Fljótsdalshérað verði áfram aðili að ríkiskaupasamningi.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stjórnsýsluendurskoðun hjá Fljótsdalshéraði og mælist bæjarráð til þess að brugðist verði við þeim ábendingum sem þar koma fram.
Rædd málefni Reiðhallarinnar Iðavöllum ehf og bæjarstjóra falið að boða til aðalfundar, ganga frá ársuppgjöri og undirbúa nauðsynlegar samþykktarbreytingar fyrir aðalfundinn.
Lagt fram erindi frá Pálmari Hreinsyni og Lindu K. Guttormsdóttur. Samþykkt að óska eftir fundi með þeim til að fá frekari upplýsingar um málið.
Bæjarstjóri kynnti erindi frá Jósef Valgarð Þorvaldssyni varðandi möguleg kaup á hlut Fljótsdalshéraðs í félaginu Dýralífi. Bæjarráð óskar eftir því við stjórn félagsins að lagðir verði fram ársreikningar félagsins 2013 þannig að hægt verði að taka afstöðu til erindisins.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir og kynnti nokkur atriði sem varða restur sveitarfélagsins og uppgjör fyrir árið 2013. Fram kom að gert er ráð fyrir að leggja ársreikninginn fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 2. apríl og síðari umræða færi síðan fram 16. apríl.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá fundi sem hann og Stefán Bogi sátu í dag, með framkvæmdastjóra og starfsm. Sambands Ísl. sveitarfélaga.
Lagt fram svar frá eftirlitsnefndinni vegna óska Fljótsdalshéraðs um breytingu á aðlögunaráætluninni, vegna m.a. byggingar hjúkrunarheimilis. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að undirbúa frekara svar til nefndarinnar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Rætt um húsnæðið að Einhleypingi 1 og bæjarstjóra falið að kanna hvort grundvöllur er fyrir því að HEF festi kaup á húsnæðinu á grundvelli fyrirliggjandi verðmats.
Bæjarráði kynnt aðalbók og frávikagreining fyrir málaflokk 21, vegna rekstarkostnaðar hans 2013. Einnig lögð fram frumdrög að starfsáætlun 2014 fyrir málaflokkinn.
Vetrarþjónusta á Möðrudals- og Mývatnsöræfum. Á fundi bæjarráðs 26. febrúar 2014 greindi bæjarstjóri frá því að skömmu fyrir fundinn fékk hann upphringingu frá svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi, þar sem tilkynnt var um skerta vetrarþjónustu á Möðrudals- og Mývatnsöræfum vegna mikils fannfergis þar. Bæjaráð lýsti strax þungum áhyggjur af stöðunni og fól bæjarstjóra að kalla eftir formlegum svörum frá Vegagerðinni um framhaldið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs ítrekar áhyggjur bæjaryfirvalda vegna þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar, sem nú þegar hefur valdið þjónustuaðilum og íbúum á svæðinu töluverðum vandræðum. Tengingar við heilbrigðisstofnanir eru takmarkaðar, dagvöru- og fiskflutningar hafa riðlast, auk þess sem að íbúum á Austurlandi er á vissan hátt gert að sæta meiri takmörkun hvað ferðamöguleika varðar en íbúar annarra landshluta þurfa að búa við. Vegagerðin er því hvött til að afturkalla þessa ákvörðun við allra fyrsta tækifæri og halda sig við fyrri opnunardaga eftir því sem veðurfar mögulega leyfir.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkrar fjárhagslegar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins. Einnig kynnti hann stöðuna í bókhaldsuppgjöri ársins 2013.
Kynntir ársreikningar Reiðhalarinnar á Iðavöllum fyrir árin 2012 og 2013. Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni bæjarstjóra umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Reiðhallarinnar á Iðavöllum, sem boðaður hefur verið þann 13. mars nk.
Skýrsla vinnuhóps um áframhaldandi skólastarf á Hallormsstað rædd. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við oddvita Fljótsdalshrepps.
Björn og Guðlaugur fóru yfir vinnu starfsmanna Deloitte varðandi möguleika á endurfjármögnun nokkurra lána sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra og fjármálastjóra heimild til að vinna upp tillögu að endurfjármögnun sem lögð verði fyrir Lánasjóð sveitarfélaga til skoðunar. Að fengnum frekari útreikningum og afstöðu frá Lánasjóðum verður tillagan svo lögð fyrir bæjarráð.
Undirbúningsvinna við gerð fjárhagsáætlun ársins 2015. Bæjarráð mælist til þess að nefndir og starfsmenn, í samvinnu við fjármálastjóra, fari að huga að gerð fjárhagasáætlunar fyrir næsta ár og verði þá haft sama vinnulag við það og á síðasta ári.
Undirbúningsvinna við gerð fjárhagsáætlun ársins 2015. Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn mælist til þess að nefndir og starfsmenn, í samvinnu við fjármálastjóra, fari að huga að gerð fjárhagasáætlunar fyrir næsta ár og verði þá haft sama vinnulag við það og á síðasta ári.
Önnur mál sem fjallað var um undir þessum lið eru í vinnslu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur atriði varðandi fjármál og rekstur sveitarfélagsins og greindi frá stöðunni varðandi gerð ársreiknings 2013.
Greiðslur Vegagerðarinnar vegna viðhalds girðinga meðfram vegum. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmislegt talnaefni úr rekstri sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti hugmyndir að endurfjármögnun á eldri lánum frá Lánasjóði sveitarfélaga. Endurfjármögnunin snýr að því að breyta lánakjörum og lánstíma umræddra lána. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Björn og Guðlaugur kynntu drög að endurskoðaðri aðlögunaráætlun, sem þeir munu síðan leggja fyrir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, eins og um hefur verið rætt. Í framhaldi af því verða lagðir fram viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og langtímaáætlun endurmetin.
Á fundi bæjarráðs kynnti Björn Ingimarsson bæjarstjóri hugmyndir að endurfjármögnun á eldri lánum frá Lánasjóði sveitarfélaga. Endurfjármögnunin snýr að því að breyta lánakjörum og lánstíma umræddra lána.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Á fundi bæjarráðs kynntu bæjarstjóri og fjármálastjóri drög að endurskoðaðri aðlögunaráætlun, sem þeir munu síðan leggja fyrir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, eins og um hefur verið rætt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að leggja umrædda áætlun fyrir eftirlitsnefnda. Í framhaldi af því verði lagðir fram viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og langtímaáætlun endurmetin.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór með bæjarráði yfir ýmsar upplýsingar frá fjármálastjóra úr rekstri sveitarfélagsins.
Lagður fram viðauki 3 sem er vegna breytinga á innri leigu eftir uppgjör ársins 2013. Nettóbreyting á rekstur sveitarfélagsins er engin. Hækka tekjur Eignasjóðs um 37 millj. kr. sem færist til gjalda á viðkomandi stofnanir.
Lögð fram ný aðlögunaráætlun (10 ára áætlun) sem byggð er á grunni ársreiknings 2013 og þeirra breytinga sem hafa orðið á fyrri áætlun vegna áður samþykktra viðauka no. 1 - 3 við fjárhagsáætlun 2014.
Þær breytingar og niðurstöður ársreikning 2013 hafa líka haft áhrif á gjaldfærslu vegna afskrifta og fjármagnsliða. Einnig er tekið tillit til nýrrar spár Hagstofunnar um þróun verðlags á þessu ári og næstu ár.
Gert er ráð fyrir að fjárfestingar næstu ár verði í samræmi við fyrri áætlanir en lántökuþörf heldur minni en áður var áætlað. Framlegð og veltufé frá rekstri er í samræmi við fyrri áætlanir.
Í nýrri fyrirliggjandi áætlun næst skuldaviðmið niður fyrir 150% á árinu 2019 eins og lagt var upp með í 10 ára langtímaáætlun sem samþykkt var á árinu 2012 og Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga samþykkti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2014 og nýja aðlögunaráætlun sem kynnt var á fundinum og vísar gögnunum til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Rætt um fyrirhugaða tveggja vikna sumarlokun bæjarskrifstofunnar á komadi sumri, líkt og gert hefur verið undanfarandi ár. Sú ráðstöfun hefur gengið ágætlega, enda hefur verið starfsmaður sem svarar í síma á opnunartíma umræddar tvær vikur og reynir einnig að leysa úr áríðandi málum. Bæjarráð samþykkir að leggja til að sumarlokun bæjarskrifstofunnar verði frá og með 21. júlí til 4. ágúst 2014.
Lagður fram viðauki 3 sem er vegna breytinga á innri leigu eftir uppgjör ársins 2013. Nettóbreyting á rekstur sveitarfélagsins er engin. Hækka tekjur Eignasjóðs um 37 millj. kr. sem færist til gjalda á viðkomandi stofnanir.
Lögð fram ný aðlögunaráætlun (10 ára áætlun) sem byggð er á grunni ársreiknings 2013 og þeirra breytinga sem hafa orðið á fyrri áætlun vegna áður samþykktra viðauka no. 1 - 3 við fjárhagsáætlun 2014.
Þær breytingar og niðurstöður ársreikning 2013 hafa líka haft áhrif á gjaldfærslu vegna afskrifta og fjármagnsliða. Einnig er tekið tillit til nýrrar spár Hagstofunnar um þróun verðlags á þessu ári og næstu ár.
Gert er ráð fyrir að fjárfestingar næstu ár verði í samræmi við fyrri áætlanir en lántökuþörf heldur minni en áður var áætlað. Framlegð og veltufé frá rekstri er í samræmi við fyrri áætlanir.
Í nýrri fyrirliggjandi áætlun næst skuldaviðmið niður fyrir 150% á árinu 2019 eins og lagt var upp með í 10 ára langtímaáætlun sem samþykkt var á árinu 2012 og Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga samþykkti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2014 og nýja aðlögunaráætlun sem kynnt var á fundinum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
í bæjarráði var til umfjöllunar tveggja vikna sumarlokun bæjarskrifstofunnar á komandi sumri, líkt og gert hefur verið undanfarandi ár. Sú ráðstöfun hefur gengið ágætlega, enda hefur verið starfsmaður sem svarar í síma á opnunartíma umræddar tvær vikur og reynir að leysa úr áríðandi málum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að sumarlokun bæjarskrifstofunnar verði frá og með 21. júlí til og með 4. ágúst 2014.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði sem tengjast fjármálum og bókhaldi sveitarfélagsins.
Rætt um tryggingar sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að óska eftir tilboðum í tryggingar sveitarfélagsins, líkt og gert var síðast þegar samningar voru lausir.
Lagt fram bréf frá fulltrúa sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélaganna að samstarfssamningur þeirra á milli um menningarmál framlengist óbreyttur út árið 2014. Bæjarráð samþykkir það fyrir sitt leyti.
Bæjarstjóri kynnti viðræður við fulltrúa Skotfélagsins um mögulega brúargerð á Eyvindará á móts við skotsvæðið í landi Þuríðarstaða. Málið er áfram í vinnslu, en verður tekið fyrir á næsta fundi.
Lagt fram bréf frá fulltrúa sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélaganna að samstarfssamningur þeirra á milli um menningarmál framlengist óbreyttur út árið 2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn það fyrir sitt leyti.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og veitti upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti talnaefni.
Fjármálastjóri kynnti nýjan starfsmann á fjármálasviði Valdísi Vöku Kristjánsdóttur, sem kemur í stað Hjördísar Ólafsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í vetur. Bæjarráð þakkar Hjördísi fyrir vel unnin störf og býður Valdísi velkomna í starfsmannahópinn. Bæjarráð samþykkir að Valdís Vaka fái prókúru á tékkareikningum Fljótsdalshéraðs nr. 4700 í Arionbanka og tékkareikningi nr. 1 í Íslandsbanka.
Á fundi bæjarráðs kynnti fjármálastjóri nýjan starfsmann á fjármálasviði Valdísi Vöku Kristjánsdóttur, sem kemur í stað Hjördísar Ólafsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í vetur.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar Hjördísi fyrir farsæl og vel unnin störf og býður Valdísi velkomna í starfsmannahópinn. Bæjarstjórn samþykkir að Valdís Vaka fái prókúru á tékkareikningi Fljótsdalshéraðs nr. 4700 í Arionbanka og tékkareikningi nr. 1 í Íslandsbanka.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði sem tengjast fjármálum og bókhaldi sveitarfélagsins.
M.a. var kynnt bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 12.06.14, þar sem fram kemur staðfesting á móttöku nefndarinnar á aðlögunaráætlun sem samþykkt var í sveitarstjórn 07.05.14 og að Eftirlitsnefnd óskar ekki eftir frekari upplýsingum vegna aðlögunaráætlunarinnar.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir bréfi frá innanríkisráðuneytinu, dags. 18.06.14, varðandi meðferð og afgreiðslu viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og lagði fram til kynningar framsetningu, í samræmi við leiðbeiningar ráðuneytisins, á þegar samþykktum viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna yfirstandandi árs.
Einnig fór fjármálastjóri yfir möguleg áhrif kjarasamninga og nýs fasteignamats á rekstur sveitarfélagsins 2015.
Bæjarstjóri kynnti athugasemd sem komið var á framfæri við fjölmiðla og birt var á heimasíðu sveitarfélagsins, vegna fréttar um skuldastöðu sveitarfélagsins.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir talnalegar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins. Einnig farið yfir núverandi reglur um greiðslur til bæjarráðsmanna vegna starfa og sameiginlegan skilningi á útfærslu þeirra. Málið verður frekar tekið upp á næsta bæjarráðsfundi.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins.
Skoðuð launakjör bæjarráðs og nefnda, en málinu var vísað til þessa fundar frá síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að vísa endurskoðun á launum nefnda til gerðar fjárhagsáætlunar 2015. Greiðslur til varamanna í bæjarráði á mánuði skiptast nú á fjóra fundi í stað tveggja áður, þangað til ný launakjör hafa verið samþykkt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa endurskoðun á launum nefnda og ráða til gerðar fjárhagsáætlunar 2015. Jafnframt samþykkt að greiðslur til varamanna í bæjarráði skiptist á fjóra fundi í stað tveggja áður, þangað til ný launakjör hafa verið samþykkt.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir talnaefni úr rekstri sveitarfélagsins.
Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga vegna ársreiknings 2013, þar sem óskað er skýringa á frávikum frá fjárhagsáætlun ársins. Þau skýrast einkum af reiknuðum stærðum sem áhrif höfðu á rekstur ársins. Einnig óskar nefndin eftir að fá afrit af útkomuspá ársins 2014. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að senda nefndinni umbeðin gögn.
Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaðar breytingar á umhverfis- og framkvæmdasviði,svo sem tilfærslu verkefna og mönnun starfa, sem koma í kjölfar breyttrar nefndaskipunar sl. sumar.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti og fór yfir nokkur fjármálatengd mál.
Í fyrsta lagi var það hugmyndir að heildar úttekt á skólastarfi í grunn- og tónlistarskólum Fljótsdalshéraðs, líkt og um er rætt í málefnasamningi meirihlutans. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa samband við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og kanna mögulega aðkomu þeirra að málinu. Verkið verði unnið samkvæmt fyrirfram ákveðinni lýsingu sem bæjarráð mun ganga frá áður en að úttekt kemur. Bókunin samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Björn fór yfir dóm í máli þar sem Landsvirkjun stefndi Þjóðskrá og Fljótsdalshéraði vegna skráningar og mats á vatnsréttindum vegna Kárahnjúkavirkjunar og greiðslu fasteignagjalda af þeim. Dómur Héraðsdóms var Landsvirkjun í vil. Bæjarráð mun taka málið aftur á dagskrá á næsta fundi að fengnum athugasemdum lögmanns sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnti að Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit hafa óskað eftir sameiginlegum fundi með fulltrúum Fljótsdalshéraðs til að fara yfir sameiginleg hagsmunamál.
Á fundi bæjarráðs var rædd hugmynd að heildar úttekt á skólastarfi í grunn- og tónlistarskólum Fljótsdalshéraðs, líkt og um er rætt í málefnasamningi meirihlutans.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að hafa samband við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og kanna mögulega aðkomu þeirra að málinu. Verkið verði unnið samkvæmt fyrirfram ákveðinni lýsingu sem bæjarráð mun ganga frá áður en að úttekt kemur.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði varðandi rekstur sveitarfélagsins á líðandi ári.
Björn sagði frá útboði á tryggingum sveitarfélagsins, sem stendur fyrir dyrum. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að semja við Ríkiskaup um umsjón með útboðinu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór stuttlega yfir ýmis atriði sem tengjast rekstri sveitarfélagsins á líðandi ári. Björn Ingimarsson bæjarstjóri ræddi hluthafafund Gróðrarstöðvarinnar Barra og fór yfir umræður þar og kynnti beiðni um hlutafjáraukningu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar og að hún taki afstöðu til mögulegrar ráðstöfunar fjármagns úr atvinnumálasjóði til hlutafjáraukningar. Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að nefndin afgreiði málið fyrir næsta fund bæjarráðs nk. mánudag. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins á yfirstandandi ári. Einnig farið yfir nokkur fleiri fjármálatengd atriði, svo sem reglur um niðurgreiðslur vegna þátttöku í líkamsrækt og fl.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti að vanda ýmislegt varðandi rekstur sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti drög að úttektarferli varðandi úttekt á grunn- og tónlistarskólum sveitarfélagsins, sem stefnt er á að láta gera á yfirstandandi skólaári. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Fram kom hjá formanni bæjarráðs að borist hefur tölvupóstur frá félagsmálanefnd, þar sem Benedikt Hlíðar Stefánsson hefur verið tilnefndur sem fulltrúi félagsmálanefndar í starfshóp um úttekt á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins. Stefáni Bragasyni falið að boða hópinn saman til fyrsta fundar.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar tölur úr rekstri sveitarfélagsins.
Kynntur lánasamningur vegna endurfjármögnunar á leigusamningi (lánum) Eignarhaldsfélagsins Fasteignar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að undirrita lánaskjölin, með fyrirvara um að liður 4.1 e. í samningnum falli niður.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Drög að kaupsamningi byggt á kauptilboði HEF í Einhleyping 1, kynnt og tekið fyrir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að kaupsamningi og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Kynnt innheimtuyfirlit, vegna krafa sveitarfélagsins sem fara í milliinnheimtu. Þar kemur fram að þeir sem greiða þjónustugjöld til sveitarfélagsins eru með þeim skilvísustu á landsvísu miðað við þá aðila sem eru í viðskiptum við sama innheimtuaðila. Innheimtuhlutföll á árinu 2014, hafa enn batnað frá fyrri árum og hafa um 95% greiðenda Fljótsdalshéraðs nú greitt sínar kröfur áður en þær fara í milliinnheimtu. Bæjarráð fagnar þessari jákvæðu þróun í innheimtumálum.
Varðandi kostnaðarmat á ljósleiðaravæðingu dreifbýlisins í sveitarfélaginu, samþykkir bæjarráð að heimila bæjarstjóra að semja við Tengi um gerð frumhönnunar og kostnaðaráætlunar vegna verksins.
Lögð fram drög að greinargerð til eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga, sem nefndin óskaði eftir að fá þegar bæjarstjóri og fjármálastjóri funduðu með nefndinni í desember sl. og kynntu nefndinni fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2014 og þriggja ára áætlun. Greinargerðin fjallar um breytingar á áætluðum kostnaði vegna byggingar hjúkrunarheimilis og kaupa Dvalarheimilis aldraðra á 14 íbúðum.