Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

259. fundur 07. júlí 2014 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi voru í símasambandi við fundinn frá skrifstofu Sambands ísl. sveitarfélaga í Reykjavík.

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um launaþróun stofnana og deilda sveitarfélagsins fyrstu sex mánuði ársins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerð stjórnar brunavarna á Austurlandi 23.júní 2014.

Málsnúmer 201406113Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 37. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerð 171.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201407022Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 171. fundar stjórnar HEF sem haldinn var mánudaginn 16. júní 2014.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 172.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201407015Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 172. fundar stjórnar HEF sem haldinn var mánudaginn 30. júní 2014.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð 817.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201407033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Hluthafafundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella, 8.júlí 2014

Málsnúmer 201407009Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á hluthafafund Hitaveitu Egilsstaða og Fella þriðjudaginn 8. júlí kl. 13:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra, umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á hluthafafundi HEF sem haldinn verður þriðjudaginn 8. júlí 2014 kl. 13:00. Varamaður Björns skal vera Stefán Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Starf leikskóla- og sérkennslufulltrúa

Málsnúmer 201309120Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn frá svæðisráði foreldra leikskólabarna á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð staðfestir fyrri bókun ráðsins, dags. 28.05.14, og samþykkir fyrirliggjandi tillögu um dreifingu verkefna leikskóla- og sérkennslufulltrúa. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að fylgja eftir þeim athugasemdum er fram komu í niðurstöðum vinnuhóps um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins, sem og þeim ábendingum er fram koma í fyrirliggjandi umsögn frá svæðisráði foreldra leikskólabarna á Fljótsdalshéraði, við þróun þjónustunnar innan sveitarfélagsins. Sérstaklega skal horft til þessa við útfærslu nýs samnings um þjónustu Skólaskrifstofu Austurlands sem óskað hefur verið eftir af hálfu Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Samningur um húsráð vegna sameiginlegs skólahúsnæðis á Hallormsstað.

Málsnúmer 201407016Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um húsráð vegna sameiginlegs skólahúsnæðis Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps á Hallormsstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að leita eftir samþykki Fljótsdalshrepps á umræddum drögum. Bæjarstjóra er jafnframt veitt umboð til að undirrita, fyrir hönd Fljótsdalshéraðs, samning á milli aðila er byggir á framlögðum drögum.

Samþykkt með tveimur atkv. en einn sat hjá (P.S.)

9.Gjaldskrá brunavarna á Austurlandi.

Málsnúmer 201407017Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu gjaldskrá brunavarna á Austurlandi sem samþykkt var í stjórn Brunavarna á Austurlandi 23. júní 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir framlagða gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fundir Bæjarráðs.

Málsnúmer 201407020Vakta málsnúmer

Fundartími bæjarráðs ákveðinn til samræmis við ákvæði 28. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir að bæjarráð fundi að jafnaði á mánudögum kl. 09:00. Fundarboð vegna bæjarráðsfunda skal senda út um hádegi á fimmtudögum. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fella niður fundi sína mánudagana 21. júlí, 28. júlí og 4. ágúst nk. vegna sumarlokunar skrifstofu Fljótsdalshéraðs, annars vegar, og frídags verslunarmanna, hins vegar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi þróun fjarskiptamála í sveitarfélaginu.

Samþykkt að taka málið upp aftur á næsta fundi að fengnum frekari upplýsingum.

12.Húsnæði undir safngripi.

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað varðandi munageymslu fyrir Minjasafn Austurlands unnið af Óðni Gunnari Óðinssyni 2. júlí 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð felur bæjarstjóra og atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa að skoða nánar útfærslu á valkosti 1 og 4 í samráði við forstöðumann Minjasafnsins og þann sem hefur afnotarétt yfir viðkomandi húsnæði. Stefnt verði að því að taka málið aftur fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 10:30.