Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram erindi varðandi fjarskipti í dreifbýli tengt ljósleiðara HEF frá Egilsstöðum inn í Einarsstaði.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fá tilboð í gerð viðskiptaáætlunar fyrir verkefnið.

Jafnfram lögð fram skrifleg fyrirspurn hótelrekanda í Hótel Svartaskógi varðandi lélegt fjarskiptasamband við hótelið og dreifbýlið þar í kring.

Bæjarráð samþykkir að fela umsjónarmanni tölvumála að gera tillögur um mögulegar lausnir og kynna bréfriturum þær.

Ofangreint samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Lagt fram erindi varðandi fjarskipti í dreifbýli tengt ljósleiðara HEF frá Egilsstöðum inn í Einarsstaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að fá tilboð í gerð viðskiptaáætlunar fyrir verkefnið.

Jafnfram lögð fram skrifleg fyrirspurn hótelrekanda í Hótel Svartaskógi varðandi lélegt fjarskiptasamband við hótelið og dreifbýlið þar í kring.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að fela umsjónarmanni tölvumála að gera tillögur um mögulegar lausnir og kynna bréfriturum þær.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 28.08.2013

Lagt fram erindi, dags. 14.08.2013 frá Einari Ben Þorsteinssyni varðandi netsamband í dreifbýli. Þar kvartar hann undan lélegu og sveiflukenndu netsambandi víða i dreifbýli sveitarfélagsins. Hvetur hann bæjaryfirvöld til að leita úrbóta í þeim efnum, fh. viðkomandi íbúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með bréfritara og telur að við fyrsta tækifæri þurfi að gera verulegt átak til að bæta net- og fjarskiptasamband víða í dreifðum byggðum Fljótsdalshéraðs. Það á bæði við um þéttbýlið á Hallormsstað, Brúarási og Eiðum og einnig á einstökum sveitabæjum á Fljótsdalshéraði.
Vísað er til bréfs Símans dagsett 13.02.2013, en þar kemur fram að ekki verði uppfærður búnaður á Hallormsstað á árinu 2013. Í því bréfi er heldur ekki minnst á aðra hluta dreifbýlisins.
Bæjarráð beinir því til Símans að í framkvæmdaáætlun vegna ársins 2014, verði símstöðin á Hallormsstað uppfærð þannig að notendur þar njóti sambærilegra gæða í net- og sjónvarpsþjónustu og íbúar í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði. Jafnframt að skoðaðar verði aðrar símstöðvar í sveitarfélaginu td. í Brúarásskóla en hún þjónar næsta nágrenni, svo sem í Hótel Svartaskógi og einnig verði símstöð á Eiðum skoðuð.
Einnig verði sérstaklega hugað að þeim svæðum í dreifbýli Fljótsdalshéraðs, þar sem netsambandi með stuðningi Fjarskiptasjóðs var ekki komið á, eða fengu ekki ásættanlega úrlausn mála í því átaki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 04.09.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að við fyrsta tækifæri þurfi að gera verulegt átak til að bæta net- og fjarskiptasamband víða í dreifðum byggðum Fljótsdalshéraðs. Það á bæði við um þéttbýlið á Hallormsstað, Brúarási og Eiðum og einnig á einstökum sveitabæjum á Fljótsdalshéraði.
Vísað er til bréfs Símans dagsett 13.02.2013, en þar kemur fram að ekki verði uppfærður búnaður á Hallormsstað á árinu 2013. Í því bréfi er heldur ekki minnst á aðra hluta dreifbýlisins.
Bæjarstjórn beinir því til Símans að í framkvæmdaáætlun vegna ársins 2014, verði gert ráð fyrir að símstöðin á Hallormsstað uppfærð þannig að notendur þar njóti sambærilegra gæða í net- og sjónvarpsþjónustu og íbúar í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði. Jafnframt að skoðaðar verði aðrar símstöðvar í sveitarfélaginu td. í Brúarásskóla en hún þjónar næsta nágrenni, svo sem Hótel Svartaskógi og einnig verði símstöð á Eiðum skoðuð.
Einnig verði sérstaklega hugað að þeim svæðum í dreifbýli Fljótsdalshéraðs, þar sem netsambandi með stuðningi Fjarskiptasjóðs var ekki komið á, eða fengu ekki ásættanlega úrlausn mála í því átaki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 11.09.2013

Staða málsins rædd, en það verður tekin til frekari umræðu á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 23.10.2013

Gögn sem von var á bárust ekki inn á fundinn og málinu því frestað.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Málið rætt, en er áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 28.11.2013

Farið yfir stöðu mála. Enn hafa ekki borist gögn og upplýsingar sem beðið hefur verið eftir, en í skoðun eru ákveðnar hugmyndir að úrbótum.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 12.02.2014

Lagt fram afrit af bréfi, dagsett 7. febrúar 2014 til eMax með fyrirspurnum varðandi endurbætur á dreifikerfi á Fljótsdalshéraði.
Einnig farið yfir vinnufundi um bætt netsamband í dreifbýli á Fljótsdalshéraði og ýmsar upplýsingar sem komið hafa fram um það.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 256. fundur - 14.05.2014

Guðmundur Albertsson hjá Rafteymi og Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála mættu á fundinn til að fara yfir þá möguleika sem hafa verið í skoðun varðandi netsamband í sveitarfélaginu og þá ekki síst í dreifbýlinu.

Einnig lá fyrir fyrirspurn frá eMax (365) um það hvort sveitarfélagið sé tilbúið að koma að endurnýjun fjarskiptasambanda með fjárframlagi.

Bæjarráð bendir á að samkvæmt lögum er það ríkið sem ber ábyrgð á fjarskiptaþjónustu í landinu.
Í tilefni af erindi eMax felur bæjarráð skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga frá fyrirtækinu og legggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 257. fundur - 28.05.2014

Fyrir liggja upplýsingar frá eMax varðandi hugmyndir þeirra um núverandi fjarskiptakerfi þeirra í dreifbýli sveitarfélagsins og mögulegar endurbætur á því.Jafnframt liggur fyrir beiðni frá eMax um þátttöku sveitarfélagsins í endurnýjun á dreyfikerfi þeirra á Héraði.

Bæjarráð hafnar erindi eMax um fjárframlög til endurnýjunar og úrbóta á núverandi dreifikerfi. Bæjarráð mun þó áfram kanna aðra kosti í fjarskiptamálum innan sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Fyrir fundi bæjarráðs lágu upplýsingar frá eMax varðandi hugmyndir þeirra um núverandi fjarskiptakerfi þeirra í dreifbýli sveitarfélagsins og mögulegar endurbætur á því. Jafnframt liggur fyrir beiðni frá eMax um þátttöku sveitarfélagsins í endurnýjun á dreifikerfi þeirra á Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs hafnar bæjarstjórn erindi eMax um fjárframlög til endurnýjunar og úrbóta á núverandi dreifikerfi. Bæjarráð mun þó áfram láta kanna aðra kosti í fjarskiptamálum innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 259. fundur - 07.07.2014

Farið yfir stöðu mála varðandi þróun fjarskiptamála í sveitarfélaginu.

Samþykkt að taka málið upp aftur á næsta fundi að fengnum frekari upplýsingum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 14.07.2014

Farið yfir stöðu mála, en umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir fundinum.

Bæjarráð samþykkir að öðru leyti að fela bæjarstjóra og skrifstofustjóra að vinna að málinu fram til næsta fundar bæjarráðs og leggja gögn fyrir þann fund.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 262. fundur - 18.08.2014

Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir um stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma á fundi með fulltrúum þeirra opinberu stofnanna sem málið varðar og þeim aðilum heimafyrir sem hafa sýnt verkefninu áhuga.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 270. fundur - 20.10.2014

Eyjólfur Jóhannsson hjá Rafey mætti á fundinn og kynnir hugmyndir sínar að fjarskiptatengingum í dreifbýli sveitarfélagsins. Haddur Áslugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið.
Einnig farið yfir reynslu annarra sveitarfélaga af mismunandi leiðum í fjarskiptavæðingu.

Bæjarráð samþykkir að leggja fram á næsta fundi hugmynd að útfærslu á heildarlausn á fjarskiptasambandi á Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 274. fundur - 17.11.2014

Farið yfir stöðuna, en fyrir liggja viðbrögð frá Rafteymi og Rafey við hugmyndum sem ræddar voru á vinnufundi með þeim fyrir skömmu.

Í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 276. fundur - 01.12.2014

Farið yfir nýjustu upplýsingar um stöðu mála.

Bæjarráð samþykkir að taka málið upp á næsta fundi og
afla frekari upplýsinga m.a. með því að fá á þann fund aðila sem á undanförnum árum hefur unnið að uppbyggingu fjarskiptakerfa á landsbyggðinni.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 277. fundur - 08.12.2014

Til fundarins kom Gunnar Þórhallsson frá fyrirtækinu Tengir á Akureyri, til að veita upplýsingar um uppsetningu fjarskiptaneta í dreifbýli og ræða þá möguleika sem eru til staðar í þeim málum á Fljótsdalshéraði. Guðmundur Davíðsson framkv. stjóri HEF var í símasambandi við fundinn og eins sat Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála fundinn undir þessum lið

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða nánar við fulltrúa Tengis um hugsanlega frumathugun á lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið og kostnaðarmat á þeirri framkvæmd. Stefnt er að opnum fundi um fjarskiptasamband í sveitarfélaginu í janúar.




Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 284. fundur - 16.02.2015

Bæjarstjóri kynnti hugmyndir sem hafa verið ræddar að hálfu Tengis varðandi mögulegar lagnaleiðir ljósleiðara um Héraðið. Þær hugmyndir eru nú í frekari vinnslu hjá fyrirtækinu, en verða vonandi lagðar fram innan tíðar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa íbúafund um fjarskiptasamband á Fljótsdalshéraði, þegar umrædd gögn liggja fyrir. Þangað verði m.a. boðaðir fagaðilar auk aðila sem hafa sýnt áhuga á að koma að verkefninu.
Stefnt er að því að halda fundinn 12. mars.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að undirbúa íbúafund um fjarskiptasamband á Fljótsdalshéraði, þegar gögn frá Tengi liggja fyrir. Þangað verði m.a. boðaðir fagaðilar auk aðila sem hafa sýnt áhuga á að koma að verkefninu.
Stefnt er að því að halda fundinn 12. mars.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 287. fundur - 09.03.2015

Farið yfir gögn og undirbúning að borgarafundi sem hald á um fjarskiptamál nk. fimmtudag í Egilsstaðaskóla.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 23.03.2015

Kynnt samantekt Tengis um áætlaðan kostnað við lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Fljótsdalshéraði, en þessar upplýsingar komu að miklu leyti fram á borgarafundi um þessi mál fyrir skömmu.

Fyrir liggur að mikill áhugi er að ráðast í ljósleiðaravæðingu á Fljótsdalshéraði. Bæjarráð telur mikilvægt að afla sem fyrst frekari upplýsinga um aðkomu ríkisins að uppbyggingu ljósleiðarakerfis á svæðinu, áður en næstu skref eru tekin.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Fyrir liggur að mikill áhugi er að ráðast í ljósleiðaravæðingu á Fljótsdalshéraði, enda þörfin brýn á bættu fjarskiptasambandi á svæðinu. Fram kom að von er á nefndarmönnum úr starfshóp innanríkisráðherra um ljósleiðaravæðingu á landsbyggðinni ásamt fulltrúa frá Póst- og fjarskiptastofnun á fund bæjarráðs 8. apríl, til að fara yfir hugmyndir starfshópsins um aðkomu ríkisvaldsins að þessum málum. Fyrirhugaður fundur er haldinn að ósk heimamanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur mikilvægt að afla sem fyrst frekari upplýsinga um aðkomu ríkisins að uppbyggingu ljósleiðarakerfis á svæðinu, áður en næstu skref eru tekin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 291. fundur - 13.04.2015

Farið yfir fund sem bæjarráð og starfsmenn áttu sl. miðvikudag með fulltrúum frá Póst- og fjarskiptastofnum og fulltrúum þingmanna í starfshópi um ljósleiðaravæðingu Íslands. Einnig sóttu þann fund nokkrir fulltrúar nágrannasveitarfélaga og SSA.

Bæjarráð samþykkir að kláruð verði undirbúningsvinna vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli sveitarfélagsins sem nauðsynleg er, þegar fyrir liggur hvernig staðið verður að framlögum ríkisins til verkefninsins.
Bæjarráð bindur vonir við að á grundvelli tillagna starfshóps innanríkisráðherra, verði samþykkt að veita fjármunum til verkefninins frá og með árinu 2016.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Hadd Áslaugsson, Stefán Bragason og Ómar Þröst Björgólfsson í starfshóp til að ljúka þeirri undirbúningsvinnu sem hafin er og að framan greinir.

Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið að kanna möguleika á útfærslu tímabundinna lausna á fjarskiptasambandi í dreifbýlinu, fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 15.04.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að kláruð verði sú undirbúningsvinna vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli sveitarfélagsins sem nauðsynleg er, þegar fyrir liggur hvernig staðið verður að framlögum ríkisins til verkefnisins.
Bæjarráð bindur vonir við að á grundvelli tillagna starfshóps innanríkisráðherra, verði samþykkt að veita fjármunum til verkefnisins frá og með árinu 2016.

Bæjarráð samþykkir að skipa Hadd Áslaugsson, Stefán Bragason og Ómar Þröst Björgólfsson í starfshóp til að ljúka þeirri undirbúningsvinnu sem hafin er og að framan greinir.
Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið að kanna möguleika á útfærslu tímabundinna lausna á fjarskiptasambandi í dreifbýlinu, fyrir næsta fund bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 302. fundur - 13.07.2015

Lögð fram drög að samningi á milli Fljótsdalshéraðs og Rafeyjar ehf. um uppbyggingu og rekstur á þráðlausu netkerfi í dreifbýli Fljótsdalshéraðs

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 303. fundur - 20.07.2015

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann ásamt fjármálastjóra og umsjónarmanni tölvumála áttu með fulltrúa Rafeyjar þriðjudaginn 14. júní sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði við uppsetningu tveggja til þriggja tilraunastöðva þannig að hægt verði að meta gæði nettenginga sem og móttöku sjónvarpsútsendinga. Áætluð kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins gæti numið allt að 250.000. Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að vinna að gerð samnings við Rafey um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingarverkefni er miði að því að koma á ásættanlegu örbylgjusambandi í dreifbýli innan sveitarfélagsins á yfirstandandi ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 312. fundur - 28.09.2015

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Rafey varðandi aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu öflugs örbylgjusamband í dreifbýli Fljótsdalshéraðs. Stefnt er að því að uppsetning örbylgjukerfisins verði framkvæmd nú í lok ársins.
Bæjarráð leggur þó áherslu á það að þetta kerfi kemur ekki í stað ljósleiðarakerfis. Sveitarfélagið mun áfram vinna að því að unnt verði að tengja sveitarfélagið allt við ljósleiðara svo fljótt sem mögulegt er, í samræmi við tillögu nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 313. fundur - 05.10.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Ingva Þórissyni hjá 365 miðlum, fyrirspurn vegna fyrirhugaðar eflingar á örbylgjusambandi í dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Rafey varðandi aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu öflugs örbylgjusamband í dreifbýli Fljótsdalshéraðs. Stefnt er að því að uppsetning örbylgjukerfisins verði framkvæmd nú í lok ársins.
Bæjarstjórn leggur þó áherslu á það að þetta kerfi kemur ekki í stað ljósleiðarasambands. Sveitarfélagið mun áfram vinna að því að unnt verði að tengja sveitarfélagið allt við ljósleiðara svo fljótt sem mögulegt er, í samræmi við tillögu nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins.

Samþykkt samhljóða með 8 atkv. með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 328. fundur - 01.02.2016

Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá fundi um málefni tengd ljósleiðarvæðingu dreifbýlisins sem hann sat sl. fimmtudag, en fundurinn var á vegum SSA.

Bæjarráð leggur áherslu á það að sveitarfélög á Austurlandi, í samstarfi við þau sveitarfélög á Norðurlandi eystra sem verkefnið varðar, vinni saman að framgangi þess í samræmi við þær hugmyndir sem kynntar voru í skýrslu starfshóps Innanríkisráðuneytisins um Ísland ljóstengt.
Bæjarráð telur hins vegar að sú aðferðarfræði sem nú hefur verið kynnt sé ekki í samræmi við þær hugmyndir sem fram komu í skýrslunni. Bæjarráð telur því ástæðu til þess að sveitarfélög stigi varlega til jarðar í málinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Málefni tengd ljósleiðarvæðingu dreifbýlisins voru rædd á fundi sem SSA boðaði til 28.febrúar sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á það að sveitarfélög á Austurlandi, í samstarfi við þau sveitarfélög á Norðurlandi eystra sem verkefnið varðar, vinni saman að framgangi þess í samræmi við þær hugmyndir sem kynntar voru í skýrslu starfshóps Innanríkisráðuneytisins um Ísland ljóstengt.
Bæjarstjórn telur hins vegar að sú aðferðarfræði sem nú hefur verið kynnt sé ekki í samræmi við þær hugmyndir sem fram komu í skýrslunni. Bæjarstjórn telur því ástæðu til þess að sveitarfélög stigi varlega til jarðar í málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 329. fundur - 08.02.2016

Lögð fram fundargerð og ályktun frá fundi sveitar- og bæjarstjóra á Austurlandi dags. 02.02. 16.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim umræðum sem áttu sér stað á umræddum fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir ályktun bæjar- og sveitarstjóra frá fundi þeirra 2. febrúar sl. þar sem þess er krafist að tillögur varðandi ljósleiðaravæðingu dreifbýlis, verði teknar til endurskoðunar og að þær taki mið af niðurstöðum starfshóps innanríkisráðuneytisins.
Bæjarráð samþykkir jafn framt að auglýst verði formlega eftir aðilum sem kunni að hafa áform um að leggja ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 330. fundur - 15.02.2016

Farið yfir stöðuna í málinu og samskipti SSA og Fjarskiptasjóðs varðandi fyrirhugaða framkvæmd á lagningu ljósleiðara í dreifðum byggðum landsins á líðandi ári.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og gæta hagsmuna sveitarfélagsins í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir ályktun bæjar- og sveitarstjóra frá fundi þeirra 2. febrúar sl. þar sem þess er krafist að tillögur varðandi ljósleiðaravæðingu dreifbýlis, verði teknar til endurskoðunar og að þær taki mið af niðurstöðum starfshóps innanríkisráðuneytisins.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að auglýst verði formlega eftir aðilum sem kunni að hafa áform um að leggja ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Á fundi bæjarráðs var farið yfir stöðuna í málinu og samskipti SSA og Fjarskiptasjóðs varðandi fyrirhugaða framkvæmd á lagningu ljósleiðara í dreifðum byggðum landsins á líðandi ári.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að vinna málið áfram og gæta hagsmuna sveitarfélagsins í samræmi við fyrri ákvarðanir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 332. fundur - 07.03.2016

Lögð fram fundargerð sveitarstjóra á Austurlandi, dags. 24. febrúar 2016.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi verkefnið og viðræðum sínum við ýmsa aðila sem vinna að þessum málum. Bæjarstjóra falið að vinna áfram á framgangi málsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 333. fundur - 14.03.2016

Lagðar fram upplýsingar frá Rafey um verkefnið Sveitanet, sem snýr að örbylgjusambandi í dreifbýli sveitarfélagsins. Þar kemur fram að búið er að tengja rúmlega 50 heimili og stefnir í að þau verði um 60 í lok mars, miðað við fyrirliggjandi pantanir.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 334. fundur - 21.03.2016

Til umræðu er fjarskiptasamband í dreifbýli.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sem átt hafa sér stað að undanförnu með fulltrúum sveitarfélaga á Austurlandi og mögulegum samstarfsaðilum varðandi ljósleiðaravæðingu svæðisins. Einnig eru lögð fram tölvupóstsamskipti Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fjarskiptasjóðs, þar sem umsóknarfrestur er m.a. til umfjöllunar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna umsókn vegna lagnaleiðarinnar Lagarfoss - Brúarás og tenginga á þeirri leið. Jafnframt samþykkir bæjarráð að gera það að tillögu sinni, að umsóknarferli verði lengt sem nemur tveimur vikum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að vinna umsókn til Fjarskiptasjóðs (Ísland ljóstengt), vegna lagnaleiðarinnar Lagarfoss - Brúarás og tenginga á þeirri leið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 337. fundur - 11.04.2016

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins, en í dag ræðst formlega hvort Fljótsdalshérað fær styrk í fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara um dreifbýli sveitarfélagsins.

Bæjarstjóra veitt umboð til að ganga til samninga um verkið og fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna kostnaðarhlutdeildar sveitarfélagsins í því.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 338. fundur - 18.04.2016

Kynnt ýmis gögn og drög að samningum td. við Fjarskiptasjóð, vegna fyrirhugaðrar lagningu ljósleiðara á þessu ári frá Lagarfossvirkjun og að Brúarási og tengingu nokkurra bæja á þeirri leið.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samninga þar að lútandi. Staðfestir samningar verða kynntir bæjarráði þegar þeir liggja fyrir.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga um verkið og fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna kostnaðarhlutdeildar sveitarfélagsins í því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Í bæjarráði kynnti bæjarstjóri ýmis gögn og drög að samningum td. við Fjarskiptasjóð, vegna fyrirhugaðrar lagningu ljósleiðara á þessu ári frá Lagarfossvirkjun og að Brúarási og tengingu nokkurra bæja á þeirri leið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samninga þar að lútandi. Staðfestir samningar verða kynntir bæjarráði þegar þeir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 339. fundur - 25.04.2016

Bæjarstjóri lagði fram drög að samningi við Orkufjarskipti, vegna ljósleiðaralagnar milli Lagarfossvirkjunar og Brúarásskóla.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Einnig lagður fram til kynningar samningur um sömu framkvæmd milli Fljótsdalshéraðs og Fjarskiptasjóðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 340. fundur - 02.05.2016

Lögð fram drög að samningi milli Rafeyjar ehf og Fljótsdalshéraðs, varðandi uppsetningu örbylgjukerfis til að bæta tímabundið netsamband í dreifbýli Fljótsdalshéraðs. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með lítillegum breytingum og gefur bæjarstjóra umboð til að undirrita hann.
Bæjarráð fagnar þeim árangri sem þessi framkvæmd er að skila fyrir dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

Einnig lagðir fram samningar við Fjarskiptasjóð annars vegar og Orkufjarskipti hins vegar vegna lagningu ljósleiðara milli Brúaráss og Lagarfossvirkjunar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Í bæjarráði lagði bæjarstjóri fram drög að samningi við Orkufjarskipti, vegna ljósleiðaralagnar milli Lagarfossvirkjunar og Brúarásskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Einnig lagður fram til kynningar samningur um sömu framkvæmd milli Fljótsdalshéraðs og Fjarskiptasjóðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Lögð fram drög að samningi milli Rafeyjar ehf og Fljótsdalshéraðs, varðandi uppsetningu örbylgjukerfis til að bæta tímabundið netsamband í dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með lítillegum breytingum og gefur bæjarstjóra umboð til að undirrita hann.
Bæjarstjórn fagnar þeim árangri sem þessi framkvæmd er að skila fyrir dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Einnig lagðir fram samningar við Fjarskiptasjóð annars vegar og Orkufjarskipti hins vegar vegna lagningu ljósleiðara milli Brúaráss og Lagarfossvirkjunar.