Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

337. fundur 11. apríl 2016 kl. 09:00 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

Rætt um reglur frá Austur-Héraði um farandsölu, sem samþykktar voru á sínum tíma. Bæjarráð samþykkir að vísa þeim til umhverfis- og framkvæmdanefndar og atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

2.Ársreikningur 2015

Málsnúmer 201604002

Á fundi bæjarstjórnar þann 6. apríl sl. var ársreikningi Fljótsdalshéraðs 2014, ásamt endurskoðunarskýrslu, vísað til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015, ásamt fylgigögnum, til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 201604016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. apríl 2016 varðandi endurskipulagningu heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar um málið, áður en sveitarfélagið skilar áliti sínu. Frestur sveitarfélagsins til að skila umsögn er til 15. maí.

4.Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Jökuls og Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201506130

Björgunarsveitin Jökull hefur óskað eftir því að fá samstarfssamning við sveitarfélagið, til samræmis við Fljótsdalshéraðs við Björgunarsveitina Hérað.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna upp drög að samningi við Björgunarsveitina Jökul og leggja þau síðan fyrir bæjarráð.

5.Yrkjusjóður beiðni um stuðning 2016

Málsnúmer 201602163

Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu.

6.Fellaskóli viðgerðir

Málsnúmer 201603040

Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna málsins, sem lagður verði fyrir bæjarráð 25. apríl nk.

7.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins, en í dag ræðst formlega hvort Fljótsdalshérað fær styrk í fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara um dreifbýli sveitarfélagsins.

Bæjarstjóra veitt umboð til að ganga til samninga um verkið og fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna kostnaðarhlutdeildar sveitarfélagsins í því.

Fundi slitið - kl. 10:45.