Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins.
Rætt um reglur frá Austur-Héraði um farandsölu, sem samþykktar voru á sínum tíma. Bæjarráð samþykkir að vísa þeim til umhverfis- og framkvæmdanefndar og atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.
Á fundi bæjarstjórnar þann 6. apríl sl. var ársreikningi Fljótsdalshéraðs 2014, ásamt endurskoðunarskýrslu, vísað til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015, ásamt fylgigögnum, til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. apríl 2016 varðandi endurskipulagningu heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar um málið, áður en sveitarfélagið skilar áliti sínu. Frestur sveitarfélagsins til að skila umsögn er til 15. maí.
4.Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Jökuls og Fljótsdalshéraðs
Björgunarsveitin Jökull hefur óskað eftir því að fá samstarfssamning við sveitarfélagið, til samræmis við Fljótsdalshéraðs við Björgunarsveitina Hérað.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna upp drög að samningi við Björgunarsveitina Jökul og leggja þau síðan fyrir bæjarráð.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins, en í dag ræðst formlega hvort Fljótsdalshérað fær styrk í fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara um dreifbýli sveitarfélagsins.
Bæjarstjóra veitt umboð til að ganga til samninga um verkið og fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna kostnaðarhlutdeildar sveitarfélagsins í því.
Rætt um reglur frá Austur-Héraði um farandsölu, sem samþykktar voru á sínum tíma. Bæjarráð samþykkir að vísa þeim til umhverfis- og framkvæmdanefndar og atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.