Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Jökuls og Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201506130

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 300. fundur - 22.06.2015

Lögð fram drög að samstarfssamningi Fljótsdalshéraðs og björgunarsveitarinnar Jökuls.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða fulltrúa starfandi björgunarsveita í sveitarfélaginu á fund til að ræða og samræma stuðning sveitarfélagsins við þær.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 337. fundur - 11.04.2016

Björgunarsveitin Jökull hefur óskað eftir því að fá samstarfssamning við sveitarfélagið, til samræmis við Fljótsdalshéraðs við Björgunarsveitina Hérað.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna upp drög að samningi við Björgunarsveitina Jökul og leggja þau síðan fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 352. fundur - 29.08.2016

Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi við Björgunarsveitina Jökul.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Björgunarsveitina Jökul á grundvelli framangreindra samningsdraga.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Björgunarsveitina Jökul á grundvelli framangreindra samningsdraga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.