Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins á árinu. Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir upplýsingar vegna nýgerðs kjarasamnings grunnskólakennara, sem nú er til kynningar hjá kennurum og sveitarstjórnum. Bæjarstjóra falið að láta vinna gróft mat á þeim viðbótarkostnaði sem þessir samningar skapa fyrir sveitarfélagið.
2.Fundargerð 44. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. ágúst 2016 með afriti af bréfi til ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna samnings um notkun á höfundaréttarvörðu efni í skólastarfi.
Bæjarráð leggst ekki gegn fyrirhuguðum breytingum.
Lögð fram fundarboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna byggðaráðstefnu sem haldin verður á Breiðdalsvík 14. - 15. september 2016.
Bæjarstjóri mun sækja ráðstefnuna. Bæjarráð hvetur jafnframt bæjarfulltrúa og viðkomandi starfsmenn til að mæta og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við þá varðandi mætingu og ferðir.
6.Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Jökuls og Fljótsdalshéraðs
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. ágúst 2016, ásamt minnisblaði sambandsins um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á fjárhag sveitarfélaga.
Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun, bréf dagsett 24. ágúst og óskað umsagnar eigi síðar en 31. ágúst.
Bæjarráð bendir á að sú vika sem sveitarfélögum er ætluð til umsagnar verður að teljast óviðunandi umsagnarfrestur. Málinu þó vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar, ásamt framkomnum athugasemdum, þrátt fyrir að umsagnarfrestur sé nánast liðinn.
Kynnt erindi frá Arctic Hydro ehf. með beiðni um viðræður um réttindasamning vegna rannsóknarleyfis á vatnasviði Geitdalsár. Jón Jónsson lögmaður mætti til fundar fh. félagsins til að kynna verkefnið.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu á þessu stigi til umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar til kynningar og umsagnar. Bæjarráð mun svo taka erindið fyrir aftur að fengnum umsögnum nefndanna.