Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun

Málsnúmer 201608108

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 352. fundur - 29.08.2016

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun, bréf dagsett 24. ágúst og óskað umsagnar eigi síðar en 31. ágúst.

Bæjarráð bendir á að sú vika sem sveitarfélögum er ætluð til umsagnar verður að teljast óviðunandi umsagnarfrestur.
Málinu þó vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar, ásamt framkomnum athugasemdum, þrátt fyrir að umsagnarfrestur sé nánast liðinn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun, bréf dagsett 24. ágúst og óskað umsagnar eigi síðar en 31. ágúst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og bendir á að sú vika sem sveitarfélögum er ætluð til umsagnar verður að teljast óviðunandi umsagnarfrestur.
Bæjarstjórn vísar málinu þó til umhverfis- og framkvæmdanefndar, ásamt framkomnum athugasemdum, þrátt fyrir að umsagnarfrestur sé liðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagt er fram erindi til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674.mál.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir umsögn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um frumvarpið. En þar er fjallað um þá tvo helstu snertifleti sveitarfélaga við Umhverfisstofnun, sem eru skipulag eftirlits á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og annarra laga og reglugerða um mengunareftirlit og náttúruvernd og rekstur náttúruverndarsvæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Lagt er fram erindi til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674.mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd taka undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.
Í umsögninni er fjallað um þá tvo helstu snertifleti sveitarfélaga við Umhverfisstofnun, sem eru skipulag eftirlits á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og annarra laga og reglugerða um mengunareftirlit og náttúruvernd og rekstur náttúruverndarsvæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi viðbótartillögu:
Sérstaklega tekur bæjarstjórn undir þá tillögu sem fram kemur í umsögn Sambandsins að í 2. mgr. 5. gr. laganna komi sérstök heimild til þess að Umhverfisstofnun framselji ákveðin verkefni til heilbrigðisnefnda, enda telur bæjarstjórn það mjög mikilvægt að efla starfsemi heilbrigðiseftirlits víða um land og telur að slíkt framsal sé í langflestum tilfellum hagkvæmt fyrir bæði stjórnvöld og þá sem sæta eftirliti með sinni starfsemi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.