Fellaskóli viðgerðir

Málsnúmer 201603040

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43. fundur - 22.03.2016

Til umræðu eru fyrirhuguð framkvæmd í Fellaskóla og Tjarnarási 9. Fyrir liggur kostnaðaráætlun um framkvæmdirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ráðist verði í viðhaldsverkefni á þökum Fellaskóla og Þjónustumiðstöðvarinnar að Tjarnarási 9.

Þar sem ekki var gert ráð fyrir þessum verkefnum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016, þá óskar Umhverfis- og framkvæmdanefnd eftir því við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlunin upp á kr. 15 milljónir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Til umræðu eru fyrirhuguð framkvæmd í Fellaskóla og Tjarnarási 9. Fyrir liggur kostnaðaráætlun um framkvæmdirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ráðist verði í viðhaldsverkefni á þökum Fellaskóla og Þjónustumiðstöðvarinnar að Tjarnarási 9.
Þar sem ekki var gert ráð fyrir þessum verkefnum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016, samþykkir bæjarstjórn að vísa fjármögnun verkefnanna til bæjarráðs til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 337. fundur - 11.04.2016

Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna málsins, sem lagður verði fyrir bæjarráð 25. apríl nk.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn fjármálastjóra að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna málsins, sem lagður verði fyrir bæjarráð 25. apríl nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.