Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. apríl 2016 varðandi endurskipulagningu heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar um málið, áður en sveitarfélagið skilar áliti sínu. Frestur sveitarfélagsins til að skila umsögn er til 15. maí.
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. apríl 2016 varðandi endurskipulagningu heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óska eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar um málið, áður en sveitarfélagið skilar áliti sínu. Frestur sveitarfélagsins til að skila umsögn er til 15. maí.
Lagt er fram erindi dagsett 31. mars 2016 þar sem Samband íslnskra sveitarfélaga kynnir hugsanlegar breytngar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðisefitlits sveitarfélaga. Málið var til umræðu á 836. fundi Sambandsins 26. febrúar 2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggst ekki gegn hugmyndinni um hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Nefndin leggur áherslu á að með breyttu fyrirkomulagi verði starfsstöðvum ekki fækkað og að ríkisstofnanrir framselji verkefni til heilbrigðisefirlitsins.
Lagt er fram erindi dagsett 31. mars 2016 þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga kynnir hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Málið var til umræðu á 836. fundi Sambandsins 26. febrúar 2016.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggst ekki gegn hugmyndinni um hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
Bæjarstjórn leggur þó áherslu á að ekki verði vikið frá því fyrirkomulagi að landinu sé skipt í heilbrigðiseftirlitssvæði og að framkvæmdaraðili eftirlits á hverju svæði sé sjálfstæð stofnun. Einnig að ef til breytingar kemur séu eftirlitsverkefni færð með lögum frá stofnunum ríkisins og til heilbrigðiseftirlita, ásamt viðeigandi gjaldstofnum.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar um málið, áður en sveitarfélagið skilar áliti sínu. Frestur sveitarfélagsins til að skila umsögn er til 15. maí.