Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

313. fundur 05. október 2015 kl. 09:00 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir talnaefni úr rekstri sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075Vakta málsnúmer

Skrifstofustjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun 2016 fyrir málaflokk 21, Sameiginlegan kostnað. Að lokinni yfirferð var drögunum vísað til frekari vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Guðlaugur fjármálastjóri fór svo yfir þær tillögur að fjárhagsáætlunum sem hann hefur fengið frá nefndum og forstöðumönnum, en hann vinnur nú að því að taka saman áætlanir og fjárbeiðnir í heildarskjal.

3.Fundargerð 194.stjórnarfundur HEF.

Málsnúmer 201509109Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs EBÍ.

Málsnúmer 201510023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Tillaga til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs.

Málsnúmer 201509108Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs.

Bæjarráð mun ekki gefa umsögn um málið.

6.Evrópskar borgir og svæði.

Málsnúmer 201509119Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til Austurbrúar til skoðunar vegna Austurlands í heild.

7.Orkufundur 2015

Málsnúmer 201509088Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á 2. orkufund Samtaka orkusveitarfélaga, sem haldinn verður á Hótel Laxá í Skútustaðahreppi, fimmtudaginn 15. október nk.

Bæjarráð samþykkir að gefa bæjarfulltrúum kost á að fara á fundinn og einnig atvinnu, menningar og íþróttafulltrúr og skipulags- og byggingarfulltrúa. Jafnframt verði fundarboðinu komið á framfæri við stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

8.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Ingva Þórissyni hjá 365 miðlum, fyrirspurn vegna fyrirhugaðar eflingar á örbylgjusambandi í dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

9.Fundarboð aðalfundur HAUST 2015.

Málsnúmer 201510012Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð aðalfundar HAUST sem haldinn verður í Hoffelli Hornafirði miðvikudaginn 28. okt. kl. 14:00.

Bæjarráð samþykkir að Árni Kristinsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum og Sigrún Blöndal verði hans varamaður.

10.Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli.

Málsnúmer 201510013Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli.

Málið hefur verið til athugunar í íþrótta- og tómstundanefnd og er þar í vinnslu.

11.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201312036Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson fór yfir fund samráðshópsins og verkefni hans.

Einnig lagði hann fram drög að samkomulagi Fljótsdalshrepps og Fljótsdalshéraðs um lok samstarfssamnings um Hallormsstaðaskóla.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá samkomulagi við Fljótsdalshrepp á þeim nótum sem samningsdrögin gera ráð fyrir.

12.Skólaþing sveitarfélaga 2015.

Málsnúmer 201510018Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til að formaður fræðslunefndar, fræðslufulltrúi og skólastjórar, ásamt bæjarstjóra sæki skólaþingið.

Fundi slitið - kl. 11:45.