Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

284. fundur 16. febrúar 2015 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti bókun bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar varðandi kaup á beltum á snjótroðarann í Stafdal, en Fljótsdalshérað hefur áður samþykkt aðild að kaupunum.

Einnig fór skrifstofustjóri yfir frávikagreiningu á málaflokki 21, Sameiginlegur kostnaður og útskýrði þau frávik sem þar koma fram frá áætlun.

2.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 13.febrúar 2015

Málsnúmer 201502089

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fram kom að gert er ráð fyrir að byggingarverktaki skili hjúkrunarheimilinu af sér um mánaðarmótin febrúar og mars.

3.Fundargerð 183. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201502098

Gunnar Jónsson greindi frá rekstri HEF á síðasta ári, sem kemur vel út miðað við framlögð yfirlit. Gunnar vék síðan af fundi við umræðu og afgreiðslu fundargerðarinnar að öðru leyti.
Eftir umræður var fundargerðin síðan lögð fram til kynningar.

4.Starfsmannastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201502087

Lögð fram hugmynd um að skipa starfshóps um endurskoðun starfsmannastefnu, sem verði samsettur af tveimur kjörnum fulltrúum og tveimur fulltrúum starfsmanna. Með hópnum vinni síðan skrifstofu- og starfsmannastjóri. Kallað verði eftir þátttöku annarra eftir atvikum.
Skipað verði í hópinn á næsta bæjarstjórnarfundi.

5.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Bæjarstjóri kynnti hugmyndir sem hafa verið ræddar að hálfu Tengis varðandi mögulegar lagnaleiðir ljósleiðara um Héraðið. Þær hugmyndir eru nú í frekari vinnslu hjá fyrirtækinu, en verða vonandi lagðar fram innan tíðar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa íbúafund um fjarskiptasamband á Fljótsdalshéraði, þegar umrædd gögn liggja fyrir. Þangað verði m.a. boðaðir fagaðilar auk aðila sem hafa sýnt áhuga á að koma að verkefninu.
Stefnt er að því að halda fundinn 12. mars.

Fundi slitið - kl. 11:15.