Starfsmannastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201502087

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 284. fundur - 16.02.2015

Lögð fram hugmynd um að skipa starfshóps um endurskoðun starfsmannastefnu, sem verði samsettur af tveimur kjörnum fulltrúum og tveimur fulltrúum starfsmanna. Með hópnum vinni síðan skrifstofu- og starfsmannastjóri. Kallað verði eftir þátttöku annarra eftir atvikum.
Skipað verði í hópinn á næsta bæjarstjórnarfundi.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir, samkv. tillögu bæjarráðs, að skipa eftirtalda aðila í starfshóp, sem endurskoða á núgildandi starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs.
Fulltrúar kjörinna fulltrúa verði: Sigrún Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson og Anna H. Bragadóttir og Árni Pálsson verði fulltrúar starfsmanna.
Skrifstofu- og starfsmannastjóri vinni með starfshópnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 414. fundur - 05.02.2018

Rædd staða mála hvað varðar endurskoðun starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð beinir því til starfshóps að ljúka vinnu við endurskoðun sem fyrst, og í síðasta lagi 1. maí 2018.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 65. fundur - 15.10.2018

Jafnréttisnefnd telur æskilegt að fulltrúi úr jafnréttisnefnd eigi sæti í starfshópi sem vinni að því að endurskoða starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs og mælist til þess við bæjarráð að það verði skoðað þegar endurskipað verður í starfshópinn.