Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

65. fundur 15. október 2018 kl. 14:00 - 15:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir formaður
  • Einar Tómas Björnsson varaformaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808191

Jafnréttisnefnd óskar eftir því við skólastjórnendur sveitarfélagsins, að þeir sendi nefndinni til upplýsinga framkvæmdaáætlanir jafnréttisáætlana fyrir sínar stofnanir. Jafnréttisstofa hefur verið að ýta á að skólastofnanir ljúki vinnu við jafnréttis- og framkvæmdaáætlanir sínar.
Jafnréttisnefnd beinir því jafnframt til íþróttafélaga í sveitarfélaginu að þau endurskoði og uppfæri jafnréttisstefnur og framkvæmdaáætlanir sínar, með tilliti til nýrra jafnréttislaga.

2.Evrópski janfréttissáttmálinn

Málsnúmer 201810088

Fram kom að bæjarstjórn samþykkti 17.12.2008 að gerast aðili að Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum. Á heimasíðu Sambandsins kemur ekki fram að Fljótsdalshérað sé aðili að þessum sáttmála.
Jafnréttisnefnd óskar eftir því að kannað verði hvað því veldur.
Að öðru leyti er málinu vísað til næsta fundar til skoðunar.

3.Kynjahlutfall í nefndum

Málsnúmer 201810089

Farið yfir nefndalista sveitarfélagsins eins og hann lítur út eftir síðustu kosningar. Samkvæmt listanum eru hlutföll karla og kvenna í nefndum með jafnasta móti. Betur verður farið yfir listann á næsta fundi nefndarinnar, þegar búið verður að bæta fulltrúum í ungmennaráði inn í hann.

4.Starfsmannastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201502087

Jafnréttisnefnd telur æskilegt að fulltrúi úr jafnréttisnefnd eigi sæti í starfshópi sem vinni að því að endurskoða starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs og mælist til þess við bæjarráð að það verði skoðað þegar endurskipað verður í starfshópinn.

5.Starfsánægjukönnun

Málsnúmer 201810090

Varðandi gerð viðhorfskönnunar meðal allra starfsmanna sveitarfélagsins til Fljótsdalshéraðs sem vinnustaðar, þá beinir nefndin því til bæjarráðs að slík könnun verði gerð árlega. Bent er á að Austurbrú er að gera hliðstæða könnun samhliða símenntunaráætlun og væri t.d. hægt að útfæra þá könnun fyrir alla starfsmenn. Jafnréttisnefnd óskar eftir að fá að koma að undirbúningi slíkrar könnunar.

Vegna fjárhagsáætlunar 2019 fyrir Jafnréttisnefnd, óskar nefndin eftir því að reiknað verði með varðandi launakostnað að haldnir verði amk. 6 fundir nefndarinnar á næsta ári. Að öðru leyti er ekki gerð athugasemd við fyrirliggjandi drög að áætlun nefndarinnar fyrir árið 2019.

Fundi slitið - kl. 15:45.