Starfsánægjukönnun

Málsnúmer 201810090

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 65. fundur - 15.10.2018

Varðandi gerð viðhorfskönnunar meðal allra starfsmanna sveitarfélagsins til Fljótsdalshéraðs sem vinnustaðar, þá beinir nefndin því til bæjarráðs að slík könnun verði gerð árlega. Bent er á að Austurbrú er að gera hliðstæða könnun samhliða símenntunaráætlun og væri t.d. hægt að útfæra þá könnun fyrir alla starfsmenn. Jafnréttisnefnd óskar eftir að fá að koma að undirbúningi slíkrar könnunar.

Vegna fjárhagsáætlunar 2019 fyrir Jafnréttisnefnd, óskar nefndin eftir því að reiknað verði með varðandi launakostnað að haldnir verði amk. 6 fundir nefndarinnar á næsta ári. Að öðru leyti er ekki gerð athugasemd við fyrirliggjandi drög að áætlun nefndarinnar fyrir árið 2019.