Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

274. fundur 17. nóvember 2014 kl. 09:00 - 12:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Bæjarráð fundaði með tónlistarkennurum kl. 11:00.

1.Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili

Málsnúmer 201411050

Lagður fram tölvupóstur frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 10. nóv. 2014, með umsagnarbeiðni við tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

2.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um heimagistingu

Málsnúmer 201402079

Farið yfir stöð málsins.

3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Lögð fram erindi sem bárust í síðasta viðtalstíma bæjarfulltrúa sem var 13. nóv. sl.

Bæjarstjóra falið að koma þeim á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn til frekari umfjöllunar og afgreiðslu.

4.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að kjósa Önnu Alexandersdóttur og Björn Ingimarsson sem fulltrúa sína í samráðshóp með Landsvirkjun.

5.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Farið yfir stöðuna, en fyrir liggja viðbrögð frá Rafteymi og Rafey við hugmyndum sem ræddar voru á vinnufundi með þeim fyrir skömmu.

Í vinnslu.

6.Reglur um niðurgreiðslu vegna þátttöku í líkamsrækt fyrir starfsmenn Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201411014

Lögð fram drög að reglum um niðurgreiðslu þátttöku í líkamsrækt fyrir starfsmenn Fljótsdalshéraðs. Reglurnar voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs, en hafa verið skýrðar frekar síðan þá. Einnig fylgir nú minnisblað um hvernig endurgreiðslu verður háttað til þeirra starfsmanna sem kjósa að stunda líkamsrækt sína hjá viðurkenndum líkamsræktarstöðvum í stað íþróttamiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

7.Upplýsingamiðstöð

Málsnúmer 201411024

Lögð fram bókun frá fundi stjórnar Ferðamálasamtaka Austurlands 10. nóv. 2014, ásamt beiðni um fund við forsvarsmenn sveitarfélaga á Austurlandi um framtíðarskipan upplýsingamiðstöðvar Austurlands.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúar þess mæti á umræddan fund.

8.Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Málsnúmer 201411073

Lagður fram tölvupóstur, dags. 12. nóv. 2014, frá atvinnuveganefnd Alþingis með umsagnarbeiðni vegna tillögu til þingsályktunar um lagningu raflína.

Bæjarráð samþykkir að fresta umsögn til næsta fundar.

9.Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum

Málsnúmer 201411071

Lagður fram tölvupóstur frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 12. nóv. 2014 með beiðni um umsögn með frumvarpi til breytinga á raforkulögum.

Bæjarráð samþykkir að fresta umsögn til næsta fundar.

10.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur fjárhagsleg atriði úr rekstrinum.

11.Verkfall tónlistarkennara

Málsnúmer 201411065

Lögð fram áskorun frá samtökum tónlistarskólastjóra, dags. 10. nóv. 2014 um að samið verði við félag tónlistarkennara hið fyrsta og ályktun frá fundi tónlistarkennara á Austurlandi sem haldinn var á Reyðarfirði 6. nóv. 2014. Sömu leiðis lögð fram áskorun starfsfólks Fellaskóla sama efnis.

Einnig lagt fram minnisblað frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. nóv. 2014.

Staðan rædd.

12.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Lögð fram drög að úttektarferli frá Háskólanum á Akureyri og Miðstöð skólaþróunar, sem unnið hefur verið í samráði við bæjarstjóra og bæjarráð.

Bæjarráð samþykkir að ráðast í verkefnið, en óskar jafnframt eftir fundi með úttektaraðila, þar sem farið verður betur yfir ferli úttektarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Fundargerð almannavarnarnefndar Múlaþings

Málsnúmer 201411068

Fundargerð frá 24. okt. 2014 lögð fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skipuleggja þrjá borgarafundi á Fljótsdalshéraði varðandi hugsanlega náttúruvá vegna eldsumbrota í Holuhrauni, fyrstu helgina í desember.

14.Fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 21. okt. 2014

Málsnúmer 201411052

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2014

Málsnúmer 201410102

Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.

16.Fundir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni á Austurlandi, 2014

Málsnúmer 201402004

Lagðar fram til kynningar, fundargerðir frá 24. mars 2014, 28. maí 2014 og 27.10. 2014.

17.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lögð fram drög að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu Umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð eftirfarandi breytingar á gjaldskránni:

Sorphirðu- og sorpförgunargjald verður 24.253,- kr. á hverja íbúð í þéttbýli, á lögbýli og íbúðarhús utan þéttbýlis.

Gjald fyrir auka gráa tunnu (undir almennt sorp) verður 8.585,- kr/ár

Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar:
Grófur óflokkaður úrgangur 37,80,- kr/kg
Blandaður úrgangur 32,60,- kr/kg.
Seyra/úrgangur úr fituskiljum 5,60,- kr/kg
Endurvinnanlegt timbur 10,80,- kr/kg
Óendurvinnanlegt timbur 32,60,- kr/kg
Lífrænn úrgangur til jarðgerðar 22,50,- kr/kg
Kjöt og sláturúrgangur 22,50,- kr/kg
Heimilistæki o.fl. 0,00,- kr/kg
Bylgjupappi, dagblöð, tímarit, skrifstofupappír
og annar pappír ótækur til endurvinnslu 32,60,- kr/kg
Olíuúrgangur s.s. ódælanlegur úrgangur og
olíumengaður jarðvegur, tvistur o.fl. 20,00,- kr/kg
Ýmis spilliefni, s.s.málning, lyf, sprautunálar,
flugeldar, úðabrúsar 100,00,- kr/kg
Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar yfir 100 lítrum 6.627,- kr/stk
Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar undir 100 lítrum 1.658,- kr/stk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Lögð eru fram drög að gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár, sem samþykkt hafa verið af umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Kostnaður vegna handsömunar og vörslu, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanna, aksturs- og flutningskostnaður:
kr. 7.000,- á hvern stórgrip.
Kr. 3.500,- á hverja kind.
Í þeim tilvikum þar sem Fljótsdalshérað hefur búfé í vörslu yfir 6 klukkustundir þá er kostnaður vegna vörslu, fóðrunar, brynningar og eftir atvikum hýsingar, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanns, aksturs- og flutningskostnaður:
kr. 15.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hvers stórgrips.
kr. 5.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hverrar kindar.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu framlagða gjaldskrá og felur starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.

Fundi slitið - kl. 12:45.