Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um heimagistingu

Málsnúmer 201402079

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 111. fundur - 26.02.2014

Erindi í tölvupósti dags.7.2.2014. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt.490169-5479, Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt leyfi til sölu gistingar í fl.I. Umsækjandi og forsvarsmaður er Sigrún Birna Kristjánsdóttir kt.120854-6159. Starfsstöð er Skógarsel 18, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð vram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 112. fundur - 12.03.2014

Erindi í tölvupósti dags.7.2.2014. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt.490169-5479, Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt leyfi til sölu gistingar í fl.I. Umsækjandi og forsvarsmaður er Sigrún Birna Kristjánsdóttir kt.120854-6159. Starfsstöð er Skógarsel 18, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 26.2.2014.

Með vísan í bókun bæjarstjórnar 5.2.2014 og 5.3.2014 þá er eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að ekki verði gerð breyting á deiliskipulagi Selbrekkuhverfisins í þá veru að fella út grein 3.12 í skilmálunum, þar sem atvinnustarfsemi er óheimil.

Samþykkir eru tveir (HJ og SHR) einn á móti (ÁK) og tveir sitja hjá (ÞH og JG).

Að teknu tilliti til niðurstöðu ofangreindrar afgreiðslu þá getur nefndin ekki gefið jákvæða umsögn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 19.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að leggja til að eftirfarandi setningu verði bætt við skilmála deiliskipulags fyrir efri og neðri Selbrekku, grein 3.12:
"Þó er heimilt að leyfa á skipulagssvæðinu minniháttar atvinnustarfsemi sem hefur takmörkuð sjónræn áhrif og fer samkvæmt skilgreiningu fram á heimili atvinnurekandans, svo sem gisting í flokki I (heimagisting) og starfsemi dagmæðra".
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni í grenndarkynningu, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sem hluti af grenndarkynningunni verði haldinn opinn fundur með íbúum skipulagssvæðisins um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu umsagnar um umsókn um heimagistingu skv. meðfylgjandi erindi, þar til niðurstaða liggur fyrir um mögulega breytingu á skipulagsskilmálum hverfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Til máls tóku: Guðmundur Sv. Kröyer, sem lýsti vanhæfi sínu og bar forseti það undir fundinn. Var hann samþ. vanhæfur með 4 atkv. 3. fulltrúar minnihluta greiddu atkv. gegn vanhæfi, 1 sat hjá (ÁK) og einn var fjarverandi (GSK)
Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi tillöguna og lagði fram tillögu f.h. B-listans. Gunnar Jónsson, Anna Alexandersdóttir, Árni Kristinsson og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga B-listans lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til Umhverfis- og framkvæmdanefndar til afgreiðslu.

Tillagan borin upp og felld með 5 atkv. meirihluta en 3 fulltrúar minnihluta greiddu henni atkvæði. 1 var fjarverandi (GSK).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til athugasemda er bárust við grenndarkynningu og fyrri afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar 12.03.2014, samþykkir bæjarstjórn að falla frá áformum um breytingu á deiliskipulögum Selbrekkusvæðis og mælir ekki með að leyfi til heimagistingar verði veitt.

Samþykkt með 5 atkv. meirihluta gegn 3 atkv. minnihluta, en 1 var fjarverandi (GSK)