Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

112. fundur 12. mars 2014 kl. 17:00 - 21:17 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem er ylströndin og Kattaplága, ósk um að gerðar verði úrbætur, og verða þeir liður númer 12 og 13 í dagskránni.

1.Arnhólsstaðir - Starfsleyfi

Málsnúmer 201403013

Fyrir liggur starfsleyfi fyrir vatnsveituna á Arnhólsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

2.S og M starfsáætlun 2014

Málsnúmer 201402085

Til umræðu er starfsáætlun 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Vegna umræðu um málið á 192. fundi bæjarstjórnar þá bendir nefndin á að framkvæmdir við bundið slitlag á suðurhluta Miðássins er á áætlun 2015. Nefndin bendir á að áætluð innkoma vegna ógreiddra gatnagerðargjalda er u.þ.b 1/3 af áætluðum kostnaði við slitlagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 200902083

Til umræðu er fjarvarmaveitan á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að rekstri fjarvarmaveitunar, fyrir Eiðavelli og Vallnaholt á Eiðum verði hætt um áramótin 2015/2016.
Ástæða þessarar tillögu er óhagstæður rekstur veitunnar og fyrirsjáanleg viðhaldsþörf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.S Og M, frávikagreining 2013

Málsnúmer 201403037

Lögð er fram frávikagreining fyrir árið 2013, þar sem gera skal grein fyrir frávikum ef einhver eru.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Málið kynnt, að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098

Lögð fram drög að forvarnarstefnu Fljótsdalshéraðs 2013-2018 sem hefur verið í mótun hjá fræðslunefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd vð fyrirliggjandi drög að forvarnarstefnu Fljótsdalshéraðs 2014-2018, sem hefur verið í mótun hjá fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 128

Málsnúmer 1403003

Lögð er fram fundargerð 128. fundar byggingarfulltrúa 6.3.2014, fundargerðin er í 4 liðum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir fundargerðina

6.1.Fagradalsbraut 25,umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201401133

Staðfest

6.2.Ártröð 3, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201401248

Staðfest

6.3.Selás 14, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201403015

Staðfest

6.4.Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis/gisting

Málsnúmer 201403016

Staðfest

7.Möðrudalur, umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 201312068

Erindi dags. 18.12.2013 þar sem Björn Sveinsson kt.160265-4189, sækir um byggingarleyfi fyrir veitingaskála á lóð nr. 13 í Möðrudal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskylin gögn liggja fyrir.

Nefndin krefst þess að tillaga að deiliskipulagi fyrir Möðrudal verði lögð fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Finnsstaðasel 1, umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201403036

Erindi dagsett 5.3.2014 þar sem Sigbjörn Sigurðsson kt. 201031-2659 sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv.14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


9.Tjarnarbraut7, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201403038

Erindi í tölvupósti dagsett 27.2.2014 þar sem Ívar Ingimarsson f.h. Óseyrar Ferðaþjónustu kt.430912-0540, sækir um leyfi til að breyta bílskúr að Tjarnarbraut 7 í íbúðarherbergi. Fyrir liggur grunnteikning af bílskúrnum og húsinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyi þegar tilskylin gögn liggja fyrir.
Nefndin bendir á að séð verði fyrir nægum fjölda bílastæða innan lóðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


10.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um heimagistingu

Málsnúmer 201402079

Erindi í tölvupósti dags.7.2.2014. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt.490169-5479, Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt leyfi til sölu gistingar í fl.I. Umsækjandi og forsvarsmaður er Sigrún Birna Kristjánsdóttir kt.120854-6159. Starfsstöð er Skógarsel 18, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 26.2.2014.

Með vísan í bókun bæjarstjórnar 5.2.2014 og 5.3.2014 þá er eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að ekki verði gerð breyting á deiliskipulagi Selbrekkuhverfisins í þá veru að fella út grein 3.12 í skilmálunum, þar sem atvinnustarfsemi er óheimil.

Samþykkir eru tveir (HJ og SHR) einn á móti (ÁK) og tveir sitja hjá (ÞH og JG).

Að teknu tilliti til niðurstöðu ofangreindrar afgreiðslu þá getur nefndin ekki gefið jákvæða umsögn.





11.Bæjarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 201401059

Erindi á Bæjarstjórnarbekknum 14.12.2013, þar sem Helgi Rúnar Elísson kt. 260956-2729 óskar eftir lítilli lóð til geymslu á búnaði vegna verktakastarfsemi. Ekki hugsuð til byggingar strax. Málið var áður á dagskrá 22.01.2014. Fyrir liggur tillaga að skiptingu lóðarinnar Miðás 39.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að útfær hugmynd um skiptingu lóðarinnar nr. 22 og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


12.Ylströnd við Urriðavatn

Málsnúmer 201403045

Erindi dagsett 10.mars 2014 þar sem Hilmar Gunnlaugsson fyrir hönd félags í stofnun,óskar eftir því að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þannig að svæðið sem afmarkast af rauðu línunni á meðfylgjandi uppdrætti verði í Aðalskipulaginu skilgreint þannig, að það rúmi ylströnd, ferðamannaþjónustu og tengda starfsemi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Kattaplága, ósk um að gerðar verði úrbætur

Málsnúmer 201106033

Staða mála vegna athugasemda um lausagöngu katta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gert verði átak í því að fækka villiköttum í þéttbýlinu. Nefndin felur starfsmönnum að láta birta auglýsingu þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:17.