S og M starfsáætlun 2014

Málsnúmer 201402085

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 110. fundur - 12.02.2014

Lögð er fram starfsáætlun fyrir árið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur formanni og starfsmönnum nefndarinnar að gera úrdrátt úr starfsáætluninni, sem kynnt verður á næsta fundi bæjarstjórnar. Starfsáætlunin verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 111. fundur - 26.02.2014

Lögð er fram starfsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar fyrir árið 2014. Starfsáætlunin hefur verið kynnt fyrir bæjarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir starfsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar, sem kynnt var á síðasta bæjarstjórnarfundi og samþykkt var á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 26. febrúar sl.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. 1 sat hjá (PS).

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 112. fundur - 12.03.2014

Til umræðu er starfsáætlun 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Vegna umræðu um málið á 192. fundi bæjarstjórnar þá bendir nefndin á að framkvæmdir við bundið slitlag á suðurhluta Miðássins er á áætlun 2015. Nefndin bendir á að áætluð innkoma vegna ógreiddra gatnagerðargjalda er u.þ.b 1/3 af áætluðum kostnaði við slitlagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.