Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili

Málsnúmer 201411050

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 274. fundur - 17.11.2014

Lagður fram tölvupóstur frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 10. nóv. 2014, með umsagnarbeiðni við tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við þingsályktunartillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.