Lögð fram áskorun frá samtökum tónlistarskólastjóra, dags. 10. nóv. 2014 um að samið verði við félag tónlistarkennara hið fyrsta og ályktun frá fundi tónlistarkennara á Austurlandi sem haldinn var á Reyðarfirði 6. nóv. 2014. Sömu leiðis lögð fram áskorun starfsfólks Fellaskóla sama efnis.
Einnig lagt fram minnisblað frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. nóv. 2014.
Bæjarráð samþykkir að senda ekki út reikninga vegna skjólagjalda í tónlistarskólum sveitarfélagsins nk. mánaðarmót. Þegar samningar nást verða skólagjöld endurmetin með hliðsjón af niðurstöðu þeirra. Bæjarráð vonast til að samningar náist sem fyrst.
Bæjarráð fagnar því að samninganefndir tónlistarkennara og sveitarfélaga hafi nú náð samkomulagi um nýjan kjarasamning tónlistarkennara.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Á grundvelli þess hvað verkfall tónlistarkennara stóð lengi, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að skólagjöld nemenda tónlistarskólanna á Fljótsdalshéraði verði endurreiknuð þannig að upphæð sem nemur þriðjungi skólagjalda á haustönn verði felld niður. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Á grundvelli þess hvað verkfall tónlistarkennara stóð lengi, samþykkir bæjarstjórn að skólagjöld nemenda tónlistarskólanna á Fljótsdalshéraði verði endurreiknuð þannig að upphæð sem nemur þriðjungi skólagjalda á haustönn verði felld niður.
Einnig lagt fram minnisblað frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. nóv. 2014.
Staðan rædd.