Verkfall tónlistarkennara

Málsnúmer 201411065

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 274. fundur - 17.11.2014

Lögð fram áskorun frá samtökum tónlistarskólastjóra, dags. 10. nóv. 2014 um að samið verði við félag tónlistarkennara hið fyrsta og ályktun frá fundi tónlistarkennara á Austurlandi sem haldinn var á Reyðarfirði 6. nóv. 2014. Sömu leiðis lögð fram áskorun starfsfólks Fellaskóla sama efnis.

Einnig lagt fram minnisblað frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. nóv. 2014.

Staðan rædd.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 24.11.2014

Bæjarráð samþykkir að senda ekki út reikninga vegna skjólagjalda í tónlistarskólum sveitarfélagsins nk. mánaðarmót.
Þegar samningar nást verða skólagjöld endurmetin með hliðsjón af niðurstöðu þeirra. Bæjarráð vonast til að samningar náist sem fyrst.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 276. fundur - 01.12.2014

Bæjarráð fagnar því að samninganefndir tónlistarkennara og sveitarfélaga hafi nú náð samkomulagi um nýjan kjarasamning tónlistarkennara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli þess hvað verkfall tónlistarkennara stóð lengi, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að skólagjöld nemenda tónlistarskólanna á Fljótsdalshéraði verði endurreiknuð þannig
að upphæð sem nemur þriðjungi skólagjalda á haustönn verði felld niður.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli þess hvað verkfall tónlistarkennara stóð lengi, samþykkir bæjarstjórn að skólagjöld nemenda tónlistarskólanna á Fljótsdalshéraði verði endurreiknuð þannig að upphæð sem nemur þriðjungi skólagjalda á haustönn verði felld niður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.