Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

275. fundur 24. nóvember 2014 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Kynbundinn launamunur

Málsnúmer 201309028Vakta málsnúmer

Í upphafi var, í gegn um Skipe búnað hlustað og horft á kynningu Þorkels Guðmundssonar hjá PWC á jafnlaunaúttekt sem unnið hefur verið að nú að undanförnu. Bæjarráð og bæjarstjórn samþykktu fyrr á árinu að slík úttekt yrði gerð fyrir sveitarfélagið.

Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að launamunur er vart mælanlegur og staðfestir að ekki er um launamun kynja að ræða hjá sveitarfélaginu.

Bæjarráð fagnar niðurstöðum könnunarinnar og þakkar Þorkeli og hans fólki fyrir úttektina, sem og launafulltrúa fyrir alla undirbúningsvinnu og upplýsingagjöf. Frekari niðurstöður verða kynntar þegar þær liggja endanlega fyrir.

2.Samkomulag varðandi Tjarnarás 9

Málsnúmer 201411099Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag milli Fljótsdalshéraðs og Íslenska Gámafélagsins, dags. 18. nóv. 2014, um húsnæði að Tjarnarási 9 Egilsstöðum. Þar afsalar Gámafélagið sér afnotarétti af húsnæðinu frá og með næstu áramótum.

Bæjarráð staðfestir samkomulagið.

3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 19. nóv.2014

Málsnúmer 201411112Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 178. fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201411113Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048Vakta málsnúmer

Sigrún Blöndal vék af fundi undir þessum lið og tók Árni Kristinsson sæti hennar.

Fundarmen voru í símasambandi við Birnu M. Svanbergsdóttir hjá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og fóru með henni yfir upplegg könnunarinnar og ræddu við hana um útfærslur og aðferðafræði.
Stefnt er að því að hefja vinnuna fyrri hluta desember og að niðurstöður liggi fyrir um mánaðarmótin febrúar og mars.
Bæjarráð óskar eftir að Helga Guðmundsdóttir verði tengiliður sveitarfélagsins við Miðstöð skólaþróunar varðandi praktiska þætti við vinnslu á úttektinni.
Bæjarstjóra falið að koma þeim upplýsintum til Birnu Svanbergsdóttur og setja úttektina formlega af stað.

6.Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum

Málsnúmer 201411071Vakta málsnúmer

Málinu var frestað á 274. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð tekur undir þær athugasemdir sem fram hafa komið í umsögn Sambands sveitarfélaga, en gefur að öðru leyti ekki frekari umsögn um frumvarpið.

7.Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Málsnúmer 201411073Vakta málsnúmer

Málinu var frestað á 274. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þingsályktunartillöguna.

Bæjarráð boðar til fundar fulltrúa bæjarstjórnar með landeigendum á Efra-Jökuldal vegna fyrirhugaðrar lagningar Kröflulínu 3, á Skjöldólfsstöðum fimmtudaginn 4. desember kl. 17:00.
Bæjarstjóra falið að boða fundinn.

8.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 201411094Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. nóv. 2014, með umsagnarbeini við lagafrumvarp um tekjustofna sveitarfélaga, afnám lágmarksútsvars.

Bæjarráð leggst gegn frumvarpinu og telur að skoða þurfi fleiri þætti sem tengjast tekjustofnum sveitarfélaga, eigi að ráðast í jafn veigamiklar breytingar og lagt er til í frumvarpinu.

9.Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll

Málsnúmer 201411096Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. nóv. 2014 með umsagnarbeiðni við tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll.

Bæjarráð vísar í fyrri athugasemdir varðandi hugmyndir um fjölgun millilandaflugvalla.

10.Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll

Málsnúmer 201411117Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. nóv. 2014 með umsagnarbeiðni við tillögu til þingsályktunar.

Bæjarráð vísar í fyrri athugasemdir varðandi hugmyndir um fjölgun millilandaflugvalla.

11.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Bændasamtaka Íslands, dags.22. okt 2014, við samþykkt um hænsnahald, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að leita umsagnar Bændasamtakanna áður en slíkar samþykktir hljóta staðfestingu ráðuneytisins.

Bæjarráð fellst á þær orðalagsbreytingar sem lagt er til að gerðar verði á samþykktinni í umsögn Bændasamtakanna og felur skrifstofustjóra að koma þeirri afstöðu á framfæri við ráðuneytið.

12.Upplýsingamiðstöð

Málsnúmer 201411024Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur,dags. 18. nóv. 2014 frá Björgu Björnsdóttur hjá Austurbrú með ósk um tilnefningu fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stýrihóp um Upplýsingamiðstöðina.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Óðinn Gunnar Óðinsson sem fulltrúa sinn í stýrihópinn.

13.Beiðni um afnotasamning vegna Stekkhólma

Málsnúmer 201410133Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að í gildi er samningur um afnot Hestamannafélagsins Freyfaxa af Stekkhólma frá árinu 1993, sem Fljótsdalshérað yfirtók við kaup á umræddu landi.

Bæjarráð samþykkir að fresta umfjöllun um málið.

14.Skólaakstur 2014-2015

Málsnúmer 201408018Vakta málsnúmer

Vísað er til óska sem borist hafa frá foreldum í Skriðdal og á Eiðum um skólaakstur í Fellaskóla og afgreiðslu fræðslunefndar á málinu.

Bæjarráð samþykkir að fela fræðslufulltrúa að ganga frá málinu og koma því til framkvæmda.

15.Verkfall tónlistarkennara

Málsnúmer 201411065Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að senda ekki út reikninga vegna skjólagjalda í tónlistarskólum sveitarfélagsins nk. mánaðarmót.
Þegar samningar nást verða skólagjöld endurmetin með hliðsjón af niðurstöðu þeirra. Bæjarráð vonast til að samningar náist sem fyrst.

16.Beiðni um styrk/Dúkkulísur

Málsnúmer 201411118Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bergsól ehf, dags. 14. nóv. 2014 með beiðni um styrk vegna gerðar heimildarmyndar um kvennahljómsveitina Dúkkulísurnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:30.