Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum

Málsnúmer 201411071

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 274. fundur - 17.11.2014

Lagður fram tölvupóstur frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 12. nóv. 2014 með beiðni um umsögn með frumvarpi til breytinga á raforkulögum.

Bæjarráð samþykkir að fresta umsögn til næsta fundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 24.11.2014

Málinu var frestað á 274. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð tekur undir þær athugasemdir sem fram hafa komið í umsögn Sambands sveitarfélaga, en gefur að öðru leyti ekki frekari umsögn um frumvarpið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir þær athugasemdir sem fram hafa komið í umsögn Sambands sveitarfélaga, en gefur að öðru leyti ekki frekari umsögn um frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.