Lögð fram bókun frá fundi stjórnar Ferðamálasamtaka Austurlands 10. nóv. 2014, ásamt beiðni um fund við forsvarsmenn sveitarfélaga á Austurlandi um framtíðarskipan upplýsingamiðstöðvar Austurlands.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar þess mæti á umræddan fund.
Lagður fram tölvupóstur,dags. 18. nóv. 2014 frá Björgu Björnsdóttur hjá Austurbrú með ósk um tilnefningu fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stýrihóp um Upplýsingamiðstöðina.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Óðinn Gunnar Óðinsson sem fulltrúa sinn í stýrihópinn.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að gerður verður samningur milli Fljótsdalshéraðs, Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar ehf um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Egilsstöðum. Fyrirhuguð miðstöð verði staðsett í þjónustuhúsi tjaldsvæðisins. Þar verði jafnframt gert ráð fyrir bílastæðum fyrir rútur og almenningssalernum. Gerður verði samningur til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Fjármunir Fljótsdalshéraðs til reksturs upplýsingamiðstöðvarinnar verði teknir af lið 13.62. Nefndin er tilbúin að skoða aðkomu annarra aðila að miðstöðinni samræmist hún áherslum sveitarfélagsins og rekstraraðila.
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verður samningur milli Fljótsdalshéraðs, Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar ehf um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Egilsstöðum. Fyrirhuguð miðstöð verði staðsett í þjónustuhúsi tjaldsvæðisins. Þar verði jafnframt gert ráð fyrir bílastæðum fyrir rútur og almenningssalernum. Gerður verði samningur til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Fjármunir Fljótsdalshéraðs til reksturs upplýsinga- miðstöðvarinnar verði teknir af lið 13.62. Bæjarstjórn er jafnframt tilbúin að skoða aðkomu annarra aðila að miðstöðinni, samræmist það áherslum sveitarfélagsins og rekstraraðila.