Samþykkt um búfjárhald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 60. fundur - 27.08.2013

Samþykkt um búfjárhald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði
Lögð eru fram drög að samþykkt um búfjárhaldi innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir drög um Samþykkt um alifuglahald á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 04.09.2013

Lögð eru fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn drög að samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögunum til annarrar umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt er samþykkt að bæjarráð taki drögin til umfjöllunar og yfirferðar á milli umræðna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 11.09.2013

Bæjarráð samþykkir að vinna upp þau drög að samþykkt um hænsnahald í þéttbýli sem fyrir fundinum lágu. Bæjarstjóra falið að láta vinna drögin og leggja þau síðan fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 241. fundur - 25.09.2013

Málinu frestað til næsta bæjarráðsfundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 22.01.2014

Lögð fram drög að samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði sem hafa verið í vinnslu um skeið.

Bæjarráð samþykkir að senda drög að samþykktinni til HAUST til yfirlestrar og umsagnar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 12.02.2014

Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands um drög að samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð samþykkir að uppfæra drög að samþykktinni til samræmis við ábendingar HAUST og leggja síðan fyrir bæjarstjórn til annarrar umræðu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 19.02.2014

Lögð fram drög að samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögum að samþykktinni til þriðju umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (GI).

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Til máls tóku: Sigvaldi Ragnarsson, sem bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn og Sigvaldi Ragnarsson, sem þakkaði góð svör.

2. grein samþykktarinnar borin sérstaklega upp, með áorðinni breytingu sem gerð var á fundinum.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (S.R.)

Samþykktin með áorðinni breytingu borin upp í heild sinni og samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (S.R.)

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 266. fundur - 15.09.2014

Teknar fyrir ábendingar frá starfsmönnum ráðuneytisins um orðalagsbreytingar í samþykktinni sem send var Umhverfisráðuneytinu til staðfestingar, að lokinni afgreiðslu í bæjarstjórn fyrr á árinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að uppfæra skjalið með tilliti til þeirra athugasemda sem fram komu og leggja það fyrir næsta bæjarráðsfund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 267. fundur - 22.09.2014

Lögð fram drög að uppfærðri samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði, þar sem búið er að taka tillit til ábendinga ráðuneytisins varðandi orðalag og tilvitnanir í lög og reglugerðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 204. fundur - 01.10.2014

Lögð fram drög að uppfærðri samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði, þar sem búið er að taka tillit til ábendinga ráðuneytisins varðandi orðalag og tilvitnanir í lög og reglugerðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum. Kort af aðalskipulagi sveitarfélagsins fylgir með samþykktinni, til að sýna frekar skilgreiningu þéttbýlis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 24.11.2014

Lögð fram umsögn Bændasamtaka Íslands, dags.22. okt 2014, við samþykkt um hænsnahald, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að leita umsagnar Bændasamtakanna áður en slíkar samþykktir hljóta staðfestingu ráðuneytisins.

Bæjarráð fellst á þær orðalagsbreytingar sem lagt er til að gerðar verði á samþykktinni í umsögn Bændasamtakanna og felur skrifstofustjóra að koma þeirri afstöðu á framfæri við ráðuneytið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Lögð fram umsögn Bændasamtaka Íslands, dags. 22. okt. 2014, vegna samþykktar um hænsnahald, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að leita umsagnar Bændasamtakanna áður en slíkar samþykktir hljóta staðfestingu ráðuneytisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fellst á þær orðalagsbreytingar sem lagt er til að gerðar verði á samþykktinni í umsögn Bændasamtakanna og felur skrifstofustjóra að koma þeirri afstöðu á framfæri við ráðuneytið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.