Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

266. fundur 15. september 2014 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Páll Sigvaldason varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fundargerðir 1.og 2. fundar stjórnar Brunavarna á Héraði 2014

Málsnúmer 201409041

Fundargerðir 1. og 2. fundar stjórnar Brunavarna á Héraði ásamt ársreikningi 2013 lagðar fram til kynningar.

2.Fundargerðir Ársala 2014

Málsnúmer 201405024

Lögð fram til kynningar, 3. fundargerð Ársala frá 10. 09. 2014.
Fram kom að vegna ábendinga frá fyrirtækjaskrá um umfang starfseminnar, þarf að líkindum að breyta félagaformi félagsins.

3.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. 2014

Málsnúmer 201409040

Bæjarráð samþykkir að veita Árna Kristinssyni umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi HAUST sem boðaður hefur verið á Reyðarfirði miðvikudaginn 1. október nk. Varamaður hans verði Aðalsteinn Ásmundsson
Mælst er til að starfsmenn frá skipulags- og umhverfissviði sæki líka fundinn.

4.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027

Tekin til umfjöllunar skýrsla um félagsmiðstöðvarnar Nýung og Afrek og niðurstaða skoðunarkönnunar á meðal barna í 7. til 10. bekk grunnskólanna um mögulega sameiningu þeirra, sem gerð var sl. vor að frumkvæði ungmennaráðs.
Umfjöllun um erindið var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Til fundarins mættu Óðinn Gunnar Óðinsson, Helga Guðmundsdóttir og Árni Pálsson, en þau skipuðu vinnuhópinn sem fjallaði um félagsmiðstöðvarnar og framtíðarskipulag þeirra og skilaði síðan greinargerð um niðurstöðurnar. Óðinn fór í byrjun yfir helstu punkta úr greinargerðinni og þá kosti sem þar eru dregnir fram. Að því loknu svöruðu þau spurningum fundarmanna og veittu frekari upplýsingar.

Bæjarráð leggur áherslu á að kynna þarf vel möguleikann á sameiginlegri félagsmiðstöð fyrir börnum og foreldrum þeirra í grunnskólunum. Einnig er mikilvægt að fyrir liggi ákvörðun um fyrirkomulag almenningssamgangna áður en kemur til mögulegrar sameiningarinnar.

5.Innheimtuþjónusta

Málsnúmer 201409023

Erindi frá Lögmannsstofunni Sókn, varðandi mögulega þjónustu stofunnar við innheimtumál. Umfjöllun um erindið var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarstjóri kynnti fyrri samninga um almenna lögfræðiþjónustu og einnig innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið. Fram kom að sátt hefur verið um núverandi fyrirkomulag og ekki talin þörf á að breyta því. Bæjarstjóra falið að endurgera samning um almenna lögfræðiþjónustu við Sókn, þar sem fyrri samningur var gerður við forvera lögfræðistofunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104

Teknar fyrir ábendingar frá starfsmönnum ráðuneytisins um orðalagsbreytingar í samþykktinni sem send var Umhverfisráðuneytinu til staðfestingar, að lokinni afgreiðslu í bæjarstjórn fyrr á árinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að uppfæra skjalið með tilliti til þeirra athugasemda sem fram komu og leggja það fyrir næsta bæjarráðsfund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Lögð fram drög að tímasetningu og mönnun viðtalstíma bæjarfulltrúa á komandi vetri. Umfjöllun um málið var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu með áorðinni breytingu.
Bæjarráð mun í framhaldinu funda á Reyðarfirði kl. 11:00, með bæjarráði Fjarðabyggðar.

Fundi slitið - kl. 10:30.