Lagt fram erindi frá Önnu Dís Pálmadóttur f.h. Sóknar lögmannsstofu, dags. 3. september 2014 með beiðni um að fá að gera sveitarfélaginu tilboð í innheimtuþjónustu.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar, enda liggi þar fyrir frekari upplýsingar um málið frá fjármálstjóra.
Erindi frá Lögmannsstofunni Sókn, varðandi mögulega þjónustu stofunnar við innheimtumál. Umfjöllun um erindið var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarstjóri kynnti fyrri samninga um almenna lögfræðiþjónustu og einnig innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið. Fram kom að sátt hefur verið um núverandi fyrirkomulag og ekki talin þörf á að breyta því. Bæjarstjóra falið að endurgera samning um almenna lögfræðiþjónustu við Sókn, þar sem fyrri samningur var gerður við forvera lögfræðistofunnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Á fundi bæjarráðs kynnti kynnti bæjarstjóri fyrri samninga um almenna lögfræðiþjónustu og einnig innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið. Fram kom hjá honum að sátt hefur verið um núverandi fyrirkomulag og ekki talin sérstök ástæða til að breyta því. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að endurgera samning um almenna lögfræðiþjónustu við Sókn, þar sem fyrri samningur var gerður við forvera lögfræðistofunnar.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar, enda liggi þar fyrir frekari upplýsingar um málið frá fjármálstjóra.