Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

60. fundur 27. ágúst 2013 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Vilhjálmur Snædal varamaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Í upphafi óskar formaður eftir að bæta einu erindi inn á fundardagskrána sem heitir Gangnaboð og gangnaseðlar 2013 og verður númer 19 í dagskránni.

Samþykkt með handauppréttingu

1.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði. Málið var áður á dagskrá þann 03.12.2012 og í framhaldi var óskað eftir áliti Orkustofnunar um hvort að skilmálum virkjunarleyfis hafi verið framfylgt.
Fyrir liggur svar frá Orkustofnun.


Björn Ingimarsson kynnti erindið. Nefndin þakkar Birni fyrir kynninguna. Bæjarstjóri óskar eftir athugasemdum frá nefndarmönnum ef einhverjar eru fyrir 11. september nk.

Samþykkt með handauppréttingu

2.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013
Erindi dagsett 6. júlí 2013 og varðar geymslu- og tippsvæði norðan Eyvindarár

Umhverfis- og héraðsnefnd vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar og óskar eftir að hún upplýsi fulltrúa HAUST um stöðu mála varðandi tippsvæði á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt með handauppréttingu

3.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Erindi dagsett 2.júlí 2013 frá Umhverfisstofnun varðandi magntölur úrgangs. Staðfesting á móttöku gagna.

Lagt fram til kynningar

4.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Erindi dagsett 25.júní 2013 frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem veitt er framlenging á undanþágu frá starfsleyfi urðunarstaðarins.

Lagt fram til kynningar

5.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024

Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi
Erindi dagsett 16.ágúst 2013 frá Umhverfisstofnun. Svar við starfsleyfisumsókn.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna málið áfram. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu

6.Eftirlitsskýrsla, moltugeymsla Mýnesi

Málsnúmer 201206084

Eftirlitsskýrsla, moltugeymsla Mýnesi
Varðar starfsleyfi vegna geymslusvæðis moltu

Umhverfis- og héraðsnefnd felur formanni og verkefnastjóra umhverfismála að funda með forsvarsmönnum Íslenska gámafélagsins og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna endurnýjunar starfsleyfis moltugryfju í landi Mýness.

Samþykkt með handauppréttingu.

7.Fundur fjallskilastjóra 2013

Málsnúmer 201308095

Fundur fjallskilastjóra 2013
Lögð fram fundagerð frá fundi fjallskilastjóra sem haldin var 20. ágúst sl.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að leggja til fé í viðhald á Geitdalsrétt og verður kostnaðurinn færður á lið 13-29 Önnur landbúnaðarmál. Nefndin bendir fjallskilastjórum á að hægt er að skila inn óskum um viðhald á réttum fyrir 1. maí ár hvert svo hægt sé að ljúka viðhaldi á tilskyldum tíma. Að öðru leyti samþykkir nefndin fundargerðina.

Samþykkt með handauppréttingu

8.Refa- og minkaveiðar

Málsnúmer 201208086

Refa- og minkaveiðar
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi leggur fram drög að uppfærðri gjaldskrá vegna refa og minkaveiða

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir nýja gjaldskrá og að verðlaun fyrir veidda refi hækki um 10%. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að endurnýja samninga við minka- og refaveiðimenn í samræmi við gjaldskrána.

Samþykkt með handauppréttingu

9.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2013-2018

Málsnúmer 201308098

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2013-2018
Lögð fram drög að forvarnarstefnu Fljótsdalshéraðs sem hefur verið í mótun hjá fræðslunefnd.

Lagt fram til kynningar

10.Kortlagning burðarsvæða hreindýra á áhrifasvæðum Kárahnjúkavirkjunar vorið 2012

Málsnúmer 201308041

Fyrir liggur skýrsla um Kortlagningu burðarsvæða hreindýra á áhrifasvæðum Kárahnjúkavirkjunar vorið 2012
Erindi dagsett í júlí 2013 skýrsla frá Landsvirkjun nr. LV-2013-085. Markmið skýrslunnar var að kanna hvort og þá hvernig virkjunarframkvæmdir hafa áhrif á burð hreindýra og val þeirra á burðasvæðum

Lagt fram til kynningar

11.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201308024

Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni varðandi fyrirhugaða niðurfellingu Hjaltastaðavegar nr. 943 frá Dölum 1 að Sandbrekku, af vegaskrá.

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu vegarins af vegaskrá svo fremi sem vegurinn verði settur inn á vegaskrá aftur, um leið og búseta breytist á jörðinni.

Samþykkt með handauppréttingu

12.Leyfi til flutninga á ám

Málsnúmer 201308087

Fyrir liggur bréf frá MAST þar sem gefið er leyfi fyrir tímabundnum flutningi á kindum úr hjörð Gilja á Jökuldal til Teigasels 2 í sömu sveit.

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemd við flutninginn að því tilskyldu að óháður eftirlitsaðili hafi áður gert úttekt á húsnæðinu og öll skilyrði "reglugerðar um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annara afurða þeirra" nr. 60/2000 séu uppfyllt og flutningurinn brjóti ekki í bága við reglur um sjúkdómavarnir.

Eyrún vék af fundi undir þessum lið.

Samþykkt með handauppréttingu

Freyr vék af fundi kl.19:15

13.Flutningur sauðfjár frá Bakkagerði í Skriðufell

Málsnúmer 201308099

Fyrir liggur erindi frá MAST um leyfi til að flytja fjárstofn frá Bakkagerði í Jökulsárhlíð til Skriðufells í sömu sveit.

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemd við flutninginn að því tilskyldu að óháður eftirlitsaðili hafi áður gert úttekt á húsnæðinu og öll skilyrði "reglugerðar um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annara afurða þeirra" nr. 60/2000 séu uppfyllt og flutningurinn brjóti ekki í bága við reglur um sjúkdómavarnir.

Eyrún vék af fundi undir þessum lið.

Samþykkt með handauppréttingu

14.Athugasemd vegna lokana á slóðum við Snæfell.

Málsnúmer 201308006

Fyrir liggur bréf frá Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum varðandi slóðina frá Sauðárkofa, um Kolludrag, að Snæfellsskála.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar fyrir ábendinguna og mun taka til athugunar að viðhald á slóðanum komi inn á styrkvegaáætlun fyrir árið 2014.

Samþykkt með handauppréttingu

15.Kísilþörungar og smádýr í Lagarfljóti 2006-2007

Málsnúmer 201306091

Kísilþörungar og smádýr í Lagarfljóti 2006-2007
Fyrir liggur skýrsla frá Landsvirkjun og Veiðimálastofnun um ástand kísilþörunga og smádýra í Laqarfljóti á árunum 2006-7.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar greinagóða skýrslu og bíður eftir úrvinnslu gagna sem safnað var árin 2011 og 2012.

Samþykkt með handauppréttingu

VS situr hjá

16.Hænsnahald við Dalsel 12

Málsnúmer 201308094

Erindi frá Sunnevu Flosadóttir þar sem hún óskar eftir leyfi hjá sveitarfélaginu til að halda hænur við heimili sitt við Dalsel.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að tilskildum gögnum sé skilað inn. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að ljúka málinu.

Samþykkt með handauppréttingu

17.Samþykkt um búfjárhald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104

Samþykkt um búfjárhald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði
Lögð eru fram drög að samþykkt um búfjárhaldi innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir drög um Samþykkt um alifuglahald á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt með handauppréttingu

18.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Fjárhagsáætlun 2014

Málið í vinnslu

19.Gangnaboð og gangnaseðlar 2013

Málsnúmer 201308118

Gangnaboð og gangnaseðlar 2013

Borist hefur gangnaboð frá Eiðaþinghá. Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir gangnaboðið.

Samþykkt með handauppréttingu

Fundi slitið.