Erindi frá Sunnevu Flosadóttir þar sem hún óskar eftir leyfi hjá sveitarfélaginu til að halda hænur við heimili sitt við Dalsel.
Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að tilskildum gögnum sé skilað inn. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að ljúka málinu.
Þar sem tillaga að samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði hefur ekki verið afgreidd í bæjarstjórn né staðfest af ráðuneyti, vísar bæjarstjórn erindinu aftur til umhverfis- og héraðsnefndar til nýrrar afgreiðslu.
Erindi frá Sunnevu Flosadóttur þar sem hún óskar eftir leyfi hjá sveitarfélaginu til að halda hænur við heimili sitt við Dalsel. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 27.ágúst síðastliðinn.
Málið er í vinnslu þar til fyrir liggur hvort Samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði verði samþykkt af bæjarstjórn.
Erindi frá Sunnevu Flosadóttur þar sem hún óskar eftir leyfi hjá sveitarfélaginu til að halda hænur við heimili sitt við Dalsel. Málið var áður á dagskrá umhverfisnefndar þann 27.ágúst síðastliðinn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjastjórn lítur svo á að málið sé í vinnslu þar til fyrir liggur hvort Samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði verði samþykkt af bæjarstjórn.
Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að tilskildum gögnum sé skilað inn. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að ljúka málinu.
Samþykkt með handauppréttingu