Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

61. fundur 24. september 2013 kl. 17:00 - 20:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Baldur Grétarsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Í upphafi óskar formaður eftir að bæta einu erindi inn á fundinn. Erindi nr.201308118 Eftirlistskýrsla HAUST vegna sorps- og gámavallar á Egilsstöðum. Erindið verður nr.11 í dagskránni.

Samþykkt með handauppréttingu

1.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað
Óðinn Gunnar Óðinsson kynnir verkefnið

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Óðni Gunnari kynninguna. Nefndin tekur undir tillögur um úrbætur sem koma fram í aðgerðaráætlun til eflingar á ferðaþjónustu og verslun á Héraði. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu

2.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla frá HAUST vegna reglubundins eftirlits með sorpurðunarstaðnum á Tjarnarlandi og sýnatökuskýrsla frá urðunarstaðnum á Tjarnarlandi.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að koma athugasemdum frá HAUST á framfæri við rekstraaðila og sjá til þess að kröfur sem gerðar eru í undanþágu frá starfsleyfi séu uppfylltar.

Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu

3.Skilgreining á hænsnahaldi í þéttbýli.

Málsnúmer 201203135

Málið var áður á dagskrá á fundi nefndarinnar þann 27.ágúst síðastliðinn. Skilgreining á hænsnahaldi í þéttbýli. Farið hefur fram umræða í bæjarstjórn um drög að reglum um hænsnahald í þéttbýli á Fljótsdalshéraði og var erindinu vísað aftur til nefndar.

Umhverfis- og héraðsnefnd hefur gert breytingar á reglunum í samræmi við athugasemdir sem bárust við drögin. Nefndin samþykkir breytt drög að Samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt með handauppréttingu

4.Hænsnahald við Dalsel 12

Málsnúmer 201308094

Erindi frá Sunnevu Flosadóttur þar sem hún óskar eftir leyfi hjá sveitarfélaginu til að halda hænur við heimili sitt við Dalsel. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 27.ágúst síðastliðinn.

Málið er í vinnslu þar til fyrir liggur hvort Samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði verði samþykkt af bæjarstjórn.

Samþykkt með handauppréttingu

5.Vegagerðin - Ýmis mál

Málsnúmer 201306092

Vegagerðin - Ýmis mál. Á fundi umhverfis- og héraðsnefndar þann 25.júní síðastliðinn var samþykkt bókun sem komið var á framfæri nokkrum málum sem rædd hafa verið í nefndinni og komið ábendingar um frá íbúum. Ekkert svar hefur borist frá Vegagerðinni.

Umhverfis- og héraðsnefnd ítrekar fyrri bókun sína frá 25.júní síðastliðnum og óskar svara við þeim erindum er þar koma fram.

Samþykkt með handauppréttingu

6.Fundargerð fjallskilanefndar Jökuldals norðan ár 2013

Málsnúmer 201308125

Fyrir liggur fundargerð fjallskilanefndar Jökuldals norðan ár frá 23.ágúst 2013

Umhverfis-og héraðsnefnd samþykkir að tillögur fjallskilanefndar um viðhald rétta á Jökuldal fari inn á starfsáætlun ársins 2014. Að öðru leiti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

Nefndin samþykkir gangnaboð fyrir Jökuldal norðan ár 2013.

Samþykkt með handauppréttingu

7.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Fjárhagsáætlun umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir áætlunina.

Samþykkt með handauppréttingu

8.Gangnaboð og gangnaseðlar 2013

Málsnúmer 201308118

Fyrir liggja gangnaboð frá fjallskilastjórum í Jökulsárhlíð, Hjaltastaðaþinghá, austan Jökulsár á dal og Tungu, Skriðdal, á Völlum, Eiðaþinghá og Fellum.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlögð gangnaboð.

Samþykkt með handauppréttingu

9.Refa- og minkaveiðar

Málsnúmer 201208086

Varðar tilfærslu á samningstímbili minkaveiðimanna á Fljótsdalshérði. Samningstímabil minkaveiðimanna hefur verið frá frá áramótum hvers árs. Til hagræðingar leggur nefndin til að samningar þeirra verði á sama tímabili og smaningar refaveiðimanna frá 1.sept ár hvert til 31.ágúst þarnæsta ár og gildi í 2 ár í senn.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir breytinguna og í ljósi tilfærslu á tímabilinu leggur nefndin til að minkaveiðimenn fái greitt frá síðustu áramótum 2012/13 samkvæmt nýrri gjaldskrá.

Tillagan borin upp til atkvæðagreiðslu:
Samþykkir eru 3 (EK, EA, BG)
2 sitja hjá (AÁ, ÁS)

10.Starfshópur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201301248

Fyrir liggur greinagerð frá starfshóps um Endurskoðun á Stjórnfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs.

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemd við greinagerðina. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

11.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla frá HAUST vegna reglubundins eftirlits með Gámavellinum á Egilsstöðum.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að sjá til þess í samráði við rekstaraðila Gámavallarins að bætt verði úr þeim atriðum sem úrbóta er vant.

Samþykkt með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 20:45.