Refa- og minkaveiðar

Málsnúmer 201208086

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 58. fundur - 28.05.2013

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun um viðmiðunartaxta ríkisins vegna minkaveiða uppgjörstímabilsins 1.sept.2012 - 31.ágúst 2013.

Umhverfis- og héraðsnefnd leggur til að viðmiðunartaxtar ríkisins verði hafðir til hliðsjónar við gerð gjaldskrár fyrir refa og minkaveiðar fyrir veiðtímabilið 1. september 2013 - 31. ágúst 2014. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra gjaldskrá sveitafélagsins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun um viðmiðunartaxta ríkisins vegna minkaveiða uppgjörstímabilsins 1. sept. 2012 - 31. ágúst 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að viðmiðunartaxtar ríkisins verði hafðir til hliðsjónar við gerð gjaldskrár fyrir refa og minkaveiðar fyrir veiðtímabilið 1. september 2013 - 31. ágúst 2014. Bæjarstjórn felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra gjaldskrá sveitafélagsins og leggja fyrir næsta fund umhverfis- og héraðsnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 60. fundur - 27.08.2013

Refa- og minkaveiðar
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi leggur fram drög að uppfærðri gjaldskrá vegna refa og minkaveiða

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir nýja gjaldskrá og að verðlaun fyrir veidda refi hækki um 10%. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að endurnýja samninga við minka- og refaveiðimenn í samræmi við gjaldskrána.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 182. fundur - 04.09.2013

Refa- og minkaveiðar
Á fundi umhverfis- og héraðsnefndar lagði framkvæmda- og þjónustufulltrúi fram drög að uppfærðri gjaldskrá vegna refa og minkaveiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn nýja gjaldskrá og að verðlaun fyrir veidda refi hækki um 10%. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að endurnýja samninga við minka- og refaveiðimenn í samræmi við gjaldskrána.
Jafnframt hvetur bæjarstjórn til þess að hraðað verði vinnu við samræmingu gjaldskráa sveitarfélaga á Austurlandi vegna refa- og minkaveiða, en vinnuhópur er starfandi um málið á vegum SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 61. fundur - 24.09.2013

Varðar tilfærslu á samningstímbili minkaveiðimanna á Fljótsdalshérði. Samningstímabil minkaveiðimanna hefur verið frá frá áramótum hvers árs. Til hagræðingar leggur nefndin til að samningar þeirra verði á sama tímabili og smaningar refaveiðimanna frá 1.sept ár hvert til 31.ágúst þarnæsta ár og gildi í 2 ár í senn.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir breytinguna og í ljósi tilfærslu á tímabilinu leggur nefndin til að minkaveiðimenn fái greitt frá síðustu áramótum 2012/13 samkvæmt nýrri gjaldskrá.

Tillagan borin upp til atkvæðagreiðslu:
Samþykkir eru 3 (EK, EA, BG)
2 sitja hjá (AÁ, ÁS)

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 184. fundur - 30.09.2013

Varðar tilfærslu á samningstímbili minkaveiðimanna á Fljótsdalshéraði. Samningstímabil minkaveiðimanna hefur verið frá áramótum hvers árs til næstu áramóta. Til hagræðingar leggur nefndin til að samningar þeirra verði á sama tímabili og samningar refaveiðimanna frá 1. sept ár hvert til 31. ágúst þarnæsta ár og gildi í 2 ár í senn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn breytinguna. Í ljósi tilfærslu á tímabilinu samþykkir bæjarstjórn einnig tillögu nefndarinnar um að minkaveiðimenn fái greitt frá síðustu áramótum 2012/13 samkvæmt nýrri gjaldskrá. Framangreint er samþykkt þar sem útlit er fyrir að fjármagn á fjárhagsáætun ársins rúmi umrædda hækkun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.