Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

58. fundur 28. maí 2013 kl. 17:00 - 20:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
  • Stefán Sveinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi

1.Reiðhjóla torfærubraut

Málsnúmer 201305173

Reiðhjóla torfærubraut.
Elís Alexander Hrafnkelsson og Jóhann Ingi Magnússonkomu og kynntu hugmyndir nemendahóps á miðstigi í Egilsstaðaskóla um hönnun torfærubrautar fyrir reiðhjól.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Jóhanni og Elís fyrir kynninguna. Nefndin leggur til að verkefnisstjóri umhverfismála vinni verkið áfram í tengslum við samfélagsdag á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt með handauppréttingu.

2.Samfélagsdagur 2013

Málsnúmer 201304095

Samfélagsdagur 2013

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að hafa samfélagsdaginn laugardaginn 8. júní n.k. þar sem ekki var hægt að hafa fyrrnefndan dag 25. maí s.l. vegna óhagstæðs tíðarfars í maímánuði. Verkefnastjóra umhverfismála falið að auglýsa daginn í Dagskránni og verkefnin á heimasíðu og facebook-síðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með handaruppréttingu

3.Ársskýrsla Landbótasjóðs 2012

Málsnúmer 201305126

Ársskýrsla 2012 frá Landbótasjóði Norður-héraðs.

Lagt fram til kynningar.

4.Bændur græða landið/beiðni um styrk 2013

Málsnúmer 201305104

Fyrir liggur erindi frá Guðrúnu Schmidt fyrir hönd Landgræðslu ríkisins um styrkbeiðni fyrir verkefnið Bændur græða landið.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um umbeðna styrkupphæð kr. 180.000.- árið 2013 í ljósi þess að verkefnið var ekki styrkt á síðasta ári. Styrkurinn verður tekinn af liðnum Önnur landbúnaðarmál nr. 13-29 í fjárhagsáætlun.

Samþykkt með handauppréttingu.

5.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands

Málsnúmer 201301173

Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands
2. stjórnarfundur Náttúrustofu Austurlands haldinn í húsnæði Austurbrúar á Reyðarfirði
þann 3. maí 2013

Lagt fram til kynningar

6.Hreinsun fráveitu frá atvinnustarfsemi

Málsnúmer 201304075

Fyrir liggur bréf frá Heilbirgðiseftirliti Austurlands um mengunarvarnir frá fráveitu.

Umhverfis- og héraðsnefnd leggur áherslu á að mengunarvarnir séu í lagi á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins, einnig hvetur hún fyrirtækjaeigendur í sveitarfélaginu að gæta að mengunarvarnir séu í lagi hjá fyrirtækjum sínum. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu.

7.Refa- og minkaveiðar

Málsnúmer 201208086

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun um viðmiðunartaxta ríkisins vegna minkaveiða uppgjörstímabilsins 1.sept.2012 - 31.ágúst 2013.

Umhverfis- og héraðsnefnd leggur til að viðmiðunartaxtar ríkisins verði hafðir til hliðsjónar við gerð gjaldskrár fyrir refa og minkaveiðar fyrir veiðtímabilið 1. september 2013 - 31. ágúst 2014. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra gjaldskrá sveitafélagsins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu

8.Viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201305095

Fyrir liggur bréf frá Vegagerð ríkisins er varðar viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu. Vegagerðin vísar því til sveitarfélagsins að hlutast til um að viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu verði lokið 30.júní 2013.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur framkvæmda- og þjónustufullutrúa að auglýsa tilskipun Vegagerðarinnar og sjá til þess að úttekt á girðingum verði lokið fyrir 31. ágúst 2013.

Samþykkt með handauppréttingu.

9.Þrándarstaðarétt

Málsnúmer 1304164

Fyrir liggur útskrift frá aðalfundi Búnaðarfélags Eiðaþinghár frá 11.apríl síðastliðnum þar sem vakin er athygli á því að Þrándarstaðarétt rúmi illa þann fjárfjölda sem þangað smalast við fyrsu göngu á haustin, enda hefur fé fjölgað á þessu svæði undanfarið.

Lagt fram til kynningar.

10.Hjartarstaðarétt

Málsnúmer 201305170

Hjartarstaðarétt.
Fyrir liggur erindi frá Halldóri Sigurðsyni á Hjartarstöðum um þáttöku sveitarfélagins í kostnaði við nýja fjárrétt á Hjartarstöðum.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að gerður verði samningur við Halldór Sigurðsson um kostnaðarhlut sveitarfélagsins og notkun Hjartarstaðaréttar sem aukafjárréttar í Eiðaþinghá.

Samþykkt með handauppréttingu.

11.Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða

Málsnúmer 201301245

Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða

Umhverfis- og héraðsnefnd frestar erindinu og óskar eftir að fulltrúi Landsvirkjunar mæti á næsta fund nefndarinnar þann 25. júní n.k. og kynni innihald skýrslunnar og svari fyrirspurnum.

Samþykkt með handauppréttingu.

Eyrún vék af fundi kl. 19:20
Freyr vék af fundi kl. 19:23

12.Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða

Málsnúmer 201301247

Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða

Umhverfis- og héraðsnefnd frestar erindinu og óskar eftir að fulltrúi Landsvirkjunar mæti á næsta fund nefndarinnar þann 25. júní n.k. og kynni innihald skýrslunnar og svari fyrirspurnum.

Samþykkt með handauppréttingu.

Stefánh vék af fundi kl. 19:37

13.Kringilsárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010

Málsnúmer 201301246

Kringilsárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010

Umhverfis- og héraðsnefnd frestar erindinu og óskar eftir að fulltrúi Landsvirkjunar mæti á næsta fund nefndarinnar þann 25. júní n.k. og kynni innihald skýrslunnar og svari fyrirspurnum.

Samþykkt með handauppréttingu.

14.Jökuldalsvegur(923)um Hrafnkelsdal

Málsnúmer 201304074

Jökuldalsvegur(923)um Hrafnkelsdal

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemd við frummatsskýrsluna en leggur áherslu á að öllu raski við framkvæmdina verði haldið í lágmarki þar sem að vegurinn liggur um svæði á náttúruminjaskrá og menningarminjasvæði. Nefndin mun taka málið til nánari athugunar þegar endanlegt mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.

Samþykkt með handauppréttingu.

15.Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201209108

Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

Umhverfis- og héraðsnefnd hefur ákveðið að breyta tímasetningu fundar um friðlýsingar vegna ófyrirsjáanlegra orsaka. Nýr fundartími verður ákveðinn á fyrsta reglulega fundi nefndarinnar eftir sumarleyfi.

Samþykkt með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:15.