Hreinsun fráveitu frá atvinnustarfsemi

Málsnúmer 201304075

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 58. fundur - 28.05.2013

Fyrir liggur bréf frá Heilbirgðiseftirliti Austurlands um mengunarvarnir frá fráveitu.

Umhverfis- og héraðsnefnd leggur áherslu á að mengunarvarnir séu í lagi á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins, einnig hvetur hún fyrirtækjaeigendur í sveitarfélaginu að gæta að mengunarvarnir séu í lagi hjá fyrirtækjum sínum. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Fyrir liggur bréf frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands um mengunarvarnir vegna fráveitu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og leggur áherslu á að mengunarvarnir séu í lagi á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins. Einnig hvetur bæjarstjórn fyrirtækjaeigendur í sveitarfélaginu til að gæta þess að mengunarvarnir séu í lagi hjá fyrirtækjum þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.